Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

7 .Lesskilningsaðferðir ganga gjarnan undir ólíkum heitum og eru flokkaðar á ólík- an hátt, en þegar upp er staðið eru aðferðirnar þær sömu. Hvernig þú velur að nefna og flokka aðferðirnar fer eftir því hvað þú sem kennari telur líklegast til árangurs með þínum bekk. Sem kennari ákveður þú hvaða leiðir henta bekknum best, út frá aldri nemendanna og jafnvel fyrri reynslu þeirra af kennslu í lestr- araðferðum. Í gagnvirkum lestri (RT), sem Palinscar og Brown (1984) þróuðu, kemur fram að góður lesandi noti fjórir meginaðferðir við lestur. Góður lesandi: • spáir fyrir um framvindu textans/setur fram tilgátur um hann (Spákonan) • spyr spurninga úr textanum (Spurningaapinn) • reynir að leysa úr vafaatriðum (Spæjarinn) • tekur efni textans saman . (Kúreki með slönguvað) Stundum eru þessar aðferðir auðkenndar með fjórum myndtáknum eða „lestr- arfígúrum“ eins og Barbro Westlund kallar þær (2009). Heitin á þessum lestrar- fígúrum koma fram í svigunum hér að ofan. Við höfum að hluta til valið aðra nálgun sem felur í sér að við nefnum líka til sögunnar aðferðirnar: • að draga ályktanir og • að gera sér í hugarlund eða sjá fyrir sér Okkar flokkun er ekki í mótsögn við fjórar meginaðferðirnar í gagnvirku lestr- araðferðinni; þetta er einfaldlega spurning um flokkun og heiti. Samspil ólíkra lesskilningsaðferða er flókið vegna þess að þær vinna saman á ólíkan hátt. „Að draga ályktanir“ og „að skapa innri myndir“ eru aðferðir sem er í sjálfu sér að finna í fjórum meginaðferðum RT-aðferðarinnar. Til að geta spáð fyrir um hvað gerist næst í textanum þarf lesandinn til dæmis að draga ályktanir með því að tengja aðstæðurnar við eigin reynslu, komast að niðurstöðu og skapa innri myndir af því sem gæti hugsanlega átt sér stað í komandi atburðarás. Megin- aðferðirnar eru einnig samtengdar. Það skiptir sem sagt ekki höfuðmáli hvað þú sem kennari ákveður að kalla aðferðirnar. Það mikilvægasta er að þú hafir sjálf(ur) þekkingu á þeim, að þú kennir aðferðirnar á skýran og markvissan hátt og að nemendurnir skilji sjálfir tilganginn með aðferðunum. .Við höfum valið að nefna aðferðirnar með bókstaflegum hætti: að spá fyrir um textann, að spyrja textann spurninga, að leysa lestrarhnúta, að taka saman text- ann, að draga ályktanir og að sjá fyrir sér. Kosturinn við þetta er að þessi heiti á aðferðunum er hægt að nota á öllum aldursstigum og líka fyrir utan kennslu- stofuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=