Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn KLÆKJABRÖGÐ 69 Gott er að byrja svona: Ég held að [efnisatriði] vegna þess að [efnisatriði] . Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. Flettu til baka, lestu vísbendingarnar aftur og leyfðu nemendum að ræða áfram um tengsl Hannesar og Álfrúnar. Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Lesandinn getur flett til baka og lesið aftur til að leysa úr vafaatriðum, eins og þið gerðuð sjálf til að komast að því hver tengsl Hannesar og Álfrúnar voru. Þið flettuð til baka, lásuð vísbendingarnar aftur og dróguð síðan álykt- anir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=