Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

68 Arfurinn KLÆKJABRÖGÐ KLÆKJABRÖGÐ – 6. KAFLI Megintilgangur: Að leysa lestrarhnúta með því að fletta til baka og lesa aftur. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að leysa lestrarhnúta. Bentu nemendum á að stundum þurfi lesandinn að fletta til baka og lesa textann aftur – til að rifja upp það sem lesið var síðast og komast þannig hraðar aftur inn í atburðarásina. • Takið í sameiningu saman efni bókarinnar hingað til með því að velja þrjá mikilvæga atburði, til dæmis: – Hannes fær það undarlega verkefni frá Guðvarði píanókennara að eyði- leggja eldgamla bók – sem virðist eiga heima í undirheimum! – Eitthvað undarlegt fólk virðist gera hvað sem er til að koma höndum yfir bókina. – Álfrún er „fyrrverandi“ stjúpsystir hans; þau hafa ekki talað saman í mörg ár en Álfrún virðist skulda Hannesi greiða. Hann hefur gert eitthvað svaka- lega mikilvægt fyrir hana – því að hún samþykkir að hjálpa honum. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Það kemur ýmislegt í ljós um samband Hannesar við mömmu sína – og um hana sjálfa. Hún er t.d. hrædd við ýmislegt. Gæti eitthvað amað að henni? Sem leiðir til þess að hún flytur svona oft með Hannesi? Það kemur líka fram að Hannes geri oftast allt til að gera hana ánægða. Er það góð afstaða? Flettu til baka og lestu aftur textann á bls. 43 ef þörf krefur: „Hún var reyndar hrædd við ýmislegt – umferðina, alls konar ósýnilega sjúkdóma, skógarmítla og félagsráðgjafa.“ Af hverju ætli hún sé hrædd við svona margt … meira að segja félagsráðgjafa? • Fyrirsögn í lestrardagbók: 6. kafli – Klækjabrögð • Spurning : Það er greinilegt að fjölskyldutengsl Hannesar eru flókin. Þau Álf- rún eru ekki vinir og mamma hans og pabbi tala ekki saman. Hvernig sérðu fyrir þér að hlutirnir hafi verið – og af hverju þeir þróuðust svona? • Vangavelta : Mynduð þið geta farið á bakvið mömmu ykkar og pabba eins og Hannes gerir? Kannski ef lífið lægi við? Skrifaðu spurninguna upp á töflu. Leyfðu nemendunum að velta henni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar og réttar setningar. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Orð í texta: boðungar skógarmítlar félagsráðgjafar Að leysa lestrarhnúta LESTRARDAGBÓK YFIRLITSMYND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=