Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

6 INNGANGUR Til að geta lesið þarf lesandinn fyrst og fremst að geta umskráð orð, en án lesskilnings verður þessi umskráning orða hins vegar merkingarlaus. Hug- takið „lesskilningur“ samanstendur af ótal ólíkum þáttum: skilningur á orðum og merkingu þeirra, reynslu, samfélagsþekkingu og færni í því að nota ólíkar lestraraðferðir á ólíkan texta í ólíkum tilgangi. Félagslegir þættir og viðhorf hafa einnig sitt að segja. Í síbreytilegum heimi tekur hugtakið „læsi“ einnig stöðugum breytingum í takt við breyttan heim og breyttar miðlunaraðferðir (Westlund, 2009). Í þessum stutta inngangi gefst ekki rúm til að útskýra nákvæmlega rannsóknir á hverjumþætti læsis. Þess í stað höfum við valið að vísa í heimildaskránni til fræði- efnis á þessu sviði, til rannsakenda og höfunda sem hafa veitt okkur innblástur við gerð þessarar bókar og til allra sem hafa komist að sömu niðurstöðu og við: Kennarinn þarf að fjalla á nákvæman og skýran hátt um þær lestraraðferðir sem góðir lesendur nota. Við viljum vekja sérstaka athygli á ítarefni um þær aðferðir sem hafa verið rannsakaðar á vísindalegan hátt, Reciprocal Teaching (RT- Gagn- virkur lestur) og Questioning the Author (QTA- Höfundur yfirheyrður), en upp- setning kennslustunda í þessum leiðbeiningum byggir fyrst og fremst á þeim. LESSKILNINGUR Rannsóknir sýna að þegar kennari byrjar að kenna á nákvæman hátt um lesskiln- ingsaðferðir eykst læsi hjá öllum nemendum, líka þeim sem voru góðir lesendur fyrir (Westlund, 2009). Í hæfnimarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla frá árinu 2011 segir m.a. að við lok 7. bekkjar eigi nemendur að geta • notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegum orðaforða við lestur og skiln- ing á texta • greint og fjallað um aðalatriði í texta og helstu efnisorð og notað mis- munandi aðferðir við lestur og skilning á texta • lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann (Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 bls. 101–102) Það leikur sem sagt enginn vafi á því að nemendur þurfa á markvissri kennslu í lestraraðferðum að halda. En hverjar eru þessar lestraraðferðir? Hvernig getum við á skýran hátt kennt og leiðbeint nemendunum um þessar lestraraðferðir og hvernig bæta þær læsi og lesskilning þeirra? HINN FLÓKNI VEFUR AÐFERÐA Góðir lesendur nýta sér ótal ólíkar aðferðir að sökkva sér ofan í texta og skilja hann til fulls. Að mestu leyti gerist þetta alveg sjálfkrafa meðan á lestri stendur, til dæmis með því að við gerum okkur í hugarlund, tengjum saman ólíka þætti, spyrjum spurninga og túlkum textann, spáum fyrir um framvindu hans og drög- um af honum ályktanir. Almennt séð kunnum við einnig aðferðir til að bregðast við tilteknum aðstæðum, til dæmis þegar við skiljum ekki textann eða höfum gleymt hvað gerðist í fyrri köflum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=