Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn GESTIR 59 Hér verða kaflaskil í sög- unni: Hannes getur ekki lengur talið sér trú um að hann sé að ímynda sér hlutina. Það er eitt- hvað undarlegt og stór- hættulegt í gangi! VÍSBENDING: Hvaða grip vill fólkið finna? Og hvaða fólk er þetta eiginlega? Lögreglan? Sérsveitin? Eða eitthvað allt annað? Hvað ætli „kynlegur kvistur“ þýði? 30 Hann átti alls ekkert að pæla í þessu lengur. Hann gæti kannski bara kíkt inn í smá stund? Bara aðeins til að heyra hvaða fólk þetta var. Það var ekkert slæmt. Ef þau þekktu Guðvarð vildu þau kannski líka tala við Hannes? Þeim gæti þótt skemmtilegt að hitta nemanda Guðvarðar. Hann kíkti inn. Vala skólastjóri lá upp við vegginn á kennarastofunni. Fallega konan með varalitinn hélt á hnífi. Maðurinn með glansandi hárlokkana hafði þétt tak um hálsinn á Völu. Hann hélt henni svo fast og svo hátt að tærnar á henni snertu ekki jörðina. Hannes tók andann á lofti. Hver einasti vöðvi í líkam- anum öskraði á hann að hlaupa burt. En hann gat það ekki. Þvert á alla heilbrigða skynsemi fikraði hann sig lengra inn í skólann til að heyra hvað væri í gangi. – Ég ætla ekki að spyrja þig aftur, sagði fallega konan. Segðu mér hverja Guðvarður þekkti. Segðu mér hvert eigur hans fóru og ekki segja mér að allt hafi horfið með húsinu hans. Við erum að leita að grip sem skilaði sér ekki ofan í undirheimana. Vala kveinkaði sér. Fallega konan dró hnífinn eftir hvítklæddu lærinu á Völu og dökkrauð rák birtist strax á buxunum hennar. Vala snökti. – Ég var búin að segja ykkur það, hann var einn! Alltaf einn! Hann var kynlegur kvistur, það var engin fjölskylda, það voru engir vinir! Ég held að hann hafi ekki umgengist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=