Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
58 Arfurinn GESTIR Ætti Hannes ekki að vera orðinn tor- tryggnari? Er hann ekki kominn með nægar vísbendingar um að eitthvað undarlegt sé í gangi? Er hann kannski enn þá í afneitun? Hvers konar tillfinning er það? 29 leiðinni í tónlistarskólann og um leið og hún hafði lokið símtalinu kom jakkafataklæddur maður með hár sem bylgjaðist í snyrtilegri herraklippingu skálmandi til hennar og saman gengu þau í átt að skólanum. Hannes sá þau stoppa á leiðinni og gefa lítilli stelpu sleikibrjóstsykur. Hannesi rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Hann barðist við löngun til að æpa á stelpuna að smakka ekki sleikjóinn en hann vissi að það var ekkert vit í því. Þetta var ósköp venjulegt fólk. Þau gengu inn í skólabygginguna og konan læddi ann- arri höndinni í lófa mannsins. Hannes hikaði fyrir utan og gægðist svo inn. Fallega fólkið var að spjalla við Völu skólastjóra, sem var með úfið hárið í allar áttir. Þau voru öll hlæjandi og afslöppuð. Hann heyrði ekki hvað þau voru að segja en hann langaði til að heyra meira. Sem var rugl! Það var allt í lagi að þetta fólk talaði við Völu skóla- stjóra. Það var bara fínt. Honum kom þetta ekkert við. Hannes átti engan einkarétt á Guðvarði. Annað fólk mátti tala um hann þó svo að Hannes væri ekki með. Guðvarður lá bara í kassa niðri í jörðinni og þetta skipti engu máli lengur. Hannes átti ekki að vera að þvælast hérna. Hann átti bara að fara á námskeiðið sitt og hætta að hugsa um þetta. Hannes gekk í hring fyrir utan skólann. Já, hann átti pottþétt að hætta að hugsa um þetta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=