Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn GESTIR 57 28 meina, maður spyr sig hvernig erfðamálum hafi verið háttað, sagði hún, og málrómurinn var eins og hún væri að spyrja um það hvað hefði gerst í einhverjum sjónvarps- þætti. Dóra á pósthúsinu vissi ekkert hvernig erfðamálum hafði verið háttað og benti konunni með varalitinn á að allt sem Guðvarður hefði átt hefði horfið ofan í jörðina nokkrum dögum eftir andlátið svo erfðamálin skiptu nú kannski ekki svo miklu máli hvort sem var. Konan með varalitinn kinkaði kolli eins og þetta væri mjög góður punktur hjá Dóru og kvaddi hana svo með yfirdrifnum elskulegheitum. – Þú ættir kannski að heyra í þeim í tónlistarskólanum, kallaði Dóra á eftir henni, greinilega áköf að hjálpa þessari fínu konu eins og hún gat. Þau gætu vitað eitthvað! Ókunnuga konan brosti eins og sólin og sendi Dóru gömlu fingurkoss. Svo hélt hún í átt að tónlistarskólanum. Námskeiðið hans Hannesar var alveg að byrja, en eitt- hvað rak hann til að standa upp og elta konuna með vara- litinn. Ef hún var að hnýsast um Guðvarð kom málið honum við. Hann stóð upp og gekk ákveðinn á eftir henni. Kennslu var lokið í tónlistarskólanum. Hannes vissi að þar höfðu verið vortónleikar og stigspróf og allskonar fyrir nokkrum vikum. Hann myndi taka þátt í því öllu á næsta ári þegar hann yrði orðinn venjulegur tónlistarskólakrakki. En núna var ekkert í gangi, Vala skólastjóri var sennilega bara að taka saman eftir veturinn og undirbúa haustið. Hannes fylgdist með varalitskonunni taka upp síma á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=