Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
56 Arfurinn GESTIR Hvað er sónata? Er ein- hver í bekknum að læra tónlist og getur frætt bekkinn um það? Þekkjum við þetta orð? Af hverju notar Dóra ekki orðið „hljóðfæra- leikari“ eða „tónlistar- maður“? Hvað segir það okkur um hana? VÍSBENDING: Hvað á Dóra við þegar hún segir „eins og hann lifði“? VÍSBENDING: Að hverju er fólkið að leita? 27 Hann grunaði að það væri sónatan eftir Bartók sem þeir væru að ímynda sér. Þessi sem hann hafði átt að spila fyrir Guðvarð. Hann sat sem sagt þarna þegar hann heyrði þrusk fyrir aftan sig og svo bárust til hans raddir. – Ég þekkti einu sinni mann sem bjó hérna í plássinu, sagði brosandi kona með eldrauðan varalit, klædd í svartan silkikjól og háa hæla. Hann heitir Guðvarður, kannast þú nokkuð við hann? Hún var að spyrja Dóru á pósthúsinu. – Ertu að tala um hann Guðvarð músíkant? spurði Dóra og hallaði sér fram á göngugrindina. Hann dó í vor. – Ó, nei! sagði konan með varalitinn og bar höndina upp að munninum, eins og henni væri mjög brugðið. Það er skelfilegt! – Það var nú ekki skrýtið, tautaði Dóra. Eins og hann lifði. Konan með varalitinn kinkaði kolli eins og hún skildi alveg um hvað Dóra væri að tala. Hannes fann hvernig hann kreppti hnefana. En svo hélt ókunnuga konan áfram að spyrja. – Hann Guðvarður heitinn átti ekki neina fjölskyldu, er það? – Nei, nei, hann var einstæðingur, sagði Dóra. Sú með varalitinn hummaði, eins og það væri mjög skiljanlegt. Að auðvitað hefði enginn viljað vera í fjöl- skyldu með Guðvarði, úr því að hann var eins og hann var. – En átti hann enga sem … stóðu honum nærri? Ég
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=