Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn GESTIR 55 Passar þessi lýsing á túristum? Hvernig eru dæmigerðir Íslendingar á ferðalagi, t.d. í heitum löndum? 26 sá en hann varð hræddur þegar hann sá manneskjur númer tvö og þrjú. Þegar hann sá spariklætt fólk númer fjögur til níu leið honum verulega illa. – Hver er þetta? hvíslaði hann að Tryggva bekkjarbróð- ur sínum og benti á eina konuna sem stóð eins og klippt út úr tískublaði á horninu hjá fiskbúðinni. Tryggvi yppti öxlum. – Örugglega bara túristi. Túristar standa ekki kyrrir svona lengi, hugsaði Hannes. Túristar eru í vatnsheldum fötum og þeir drekka ávaxta- safa úr fernum og borða túnfisksamlokur úr plastpokum. Þetta voru ekki túristar. Hann sat í sólinni undir lágum vegg á skólalóðinni þegar hann heyrði raddirnar. Hann var að bíða eftir því að leikja- námskeið byrjaði eftir hádegið og sat með andlitið á móti sólinni og fingurnir á honum hreyfðust ósjálfrátt í grasinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=