Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

52 Arfurinn GESTIR GESTIR – 5. KAFLI Megintilgangur: Að spyrja textann spurninga. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Skoðið saman yfirlitsmyndina á bls. 11 og ræðið um aðferðina Að spyrja textann spurninga . • Takið í sameiningu saman hvað kom fyrir Hannes með því að spyrja spurn- inga: Munið þið hvernig við spurðumokkur spurningar í fyrri kafla umþað hvers vegna Hannes vildi svona mikið sigra keppnina? Hvaða svör fundum við? Þegar mamma Hannesar var á hans aldri sigraði hún ballettkeppni. Hannes hefur séð myndir af henni með blóm uppi á sviði og hann langar að feta í fótspor hennar. Farðu yfir atburði síðustu kafla: Hannes er að jafna sig á fráfalli Guðvarðar, en hann getur ekki lengur horft framhjá því að eitthvað undarlegt er á seyði í bænum hans. Enn hefur ekkert skýrst um þessa undarlegu Álfrúnu Lovísu – sem Hannes vill alls ekki hitta. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM Þetta var bæði langur og viðburðaríkur kafli! Það er komið sumar … en undarlegar marglyttur á gangstéttunum! • Umræður : Fólkið sem Hannes er hræddur við lítur vinsamlega og snyrti- lega út, en þegar líður á kaflann beita þau Völu skólastjóra ofbeldi og ógna henni. Hvaða áhrif hefur þetta á lestur okkar? • Ræðið saman um vísbendingarnar í textanum. • Vangavelta : Hvernig líta túristar út? Og hvernig líta þeir ekki út? • Vangavelta : Hvaða máli skiptir fyrir framvindu sögunnar að Vala gaf þeim óvart vitlaust nafn á Hannesi? • Umræður : „Það var orðið langt síðan þau höfðu búið svona lengi á einum stað. Alveg síðan í fyrravetur. Íbúðin þeirra var orðin eins og alvöru heimili.“ Hvað segja þessar setningar um Hannes og mömmu hans? Hvað gæti verið í gangi? • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli Hannes skilur loksins hvað málið er alvarlegt – og þá leitar hann til Álfrúnar. Hannes býr „fyrir austan“ en Álfrún í Reykjavík. Orð í texta: að hunsa liggja eins og hráviði erfðamál yfirdrifin að hnýsast að píra varfærnislega Að spyrja spurninga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=