Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM 51 24 Hannesi fannst eiginlega langlíklegast að það væri engin tilviljun – málin hlutu að tengjast. Það var svakalegt að hugsa til þess að undir rúminu hans væri fyrirbæri sem gæti látið heilar byggingar hverfa og jörðina nötra og enginn vissi af því nema hann. Ef hann átti að vera alveg hreinskilinn þá svaf hann bara ekki alveg jafnvel og hann hafði gert áður! Hannes hafði oft orðið pirraður út í Guðvarð í gegnum tíðina. Guðvarður hafði gert ýmislegt heimskulegt. Hann sagði stundum alls konar vitleysu, hann gleymdi að mæta þar sem hann sagðist ætla að mæta og hann nennti stund- um alls ekki að hlusta á Hannes þegar Hannes var að tala við hann. Hannes hafði samt aldrei verið svona pirraður út í hann áður. Og svo var hann með samviskubit yfir því að vera pirr- aður út í einhvern sem var dáinn. Hannes var þess vegna svefnlítill, geðvondur – og eigin- lega bara skíthræddur. Getur verið að bókin hafi þessi áhrif?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=