Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM 47 LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM – 4. KAFLI Megintilgangur: Að leysa úr lestrarhnútummeð því að lesa áfram í textanum. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman hugleiðingar nemenda um spurninguna „Hvað er söknuður fyrir mér?“ og dragðu athyglina að því á hversu ólíkan hátt manneskjur skilja eitt orð. Við sköpum öll ólíkar innri myndir – og á sama hátt getum við líka skilið orð á ólíkan hátt. Hvað er söknuður eiginlega? Söknuður getur haft ólíka merkingu fyrir ólíkum einstaklingum. • Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum um söknuður og ræða þær. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Hvernig gengur Hannesi að jafna sig á fráfalli Guðvarðar? Hannesi er farið að líða svolítið betur; hann fer í fótbolta með vinum sínum og gerir annað semminnir hann ekki á Guðvarð. En það er enn þá erfitt að spila á píanóið því að þá spretta minningarnar upp. • Spurning : Af hverju er Hannes svona æstur í að vinna píanókeppnina? Ein ástæðan fyrir þessum vilja hans er að mamma hans sigraði ballett- keppni þegar hún var á svipuðum aldri. Kannski vill hann gera mömmu sína stolta … en hvar er pabbi Hannesar? Enn hefur ekkert verið minnst á hann. • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli : Hannes hugsar mikið um píanókeppnina. Hann langar mikið til að vinna og sér sigurinn skýrt fyrir sér. Hvernig líður Hannesi í lok kaflans? Efast hann núna um að bókin tengist jarðskjálftunum? Fyrirsögn í lestrardagbók: 4. kafli – Lífið heldur áfram • Spurning : Hvað bendir til þess að bókin tengist þessum undarlegu ham- förum í bænum – sem vísindamenn geta ekki útskýrt? Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa hana niður. Leyfðu nemendum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar setningar. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Gott er að byrja svona: Ég held að bókin gæti tengst atburðunum vegna þess að … Orð í texta: hamfarir þjóðargersemar hjátrúarfullur Að leysa lestrarhnúta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=