Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn SKJÁLFTI 45 Hvað haldið þið að sé í gangi? Hvað með þetta orð? Þekkjum við það? Getum við giskað á merkingu þess ef við hugsum málið? 20 í framhliðina meðan allt lék á reiðiskjálfi og svo var eins og húsið félli saman um leið og það sogaðist ofan í jörðina. Húsið hans Guðvarðar var lítið steypt hús sem hafði ein- hvern tímann verið málað gult. Þakið var með skellóttu rauðu bárujárni og það var núna það eina sem stóð upp úr holunni. Jörðin var hætt að skjálfa. Hávær barnsgrátur heyrðist frá leikskólanum en annars virtist allt bara venjulegt. Hannes gat ekki séð að önnur hús hefðu skemmst. Ekki einu sinni háu blokkirnar, sem hann hefði samt haldið að væru viðkvæmar fyrir jarðskjálftum. Ekkert hafði gerst, nema að litla húsið hans Guðvarðar hvarf ofan í jörðina. Vörubíll keyrði fram hjá eins og ekkert hefði í skorist. Rauða skellótta þakið var á forsíðunni á öllum dagblöð- unum morguninn eftir. Kraftaverk að húsið var mannlaust! Mikil mildi að ekki urðu slys á fólki! Mannbjörg! Auðvitað var Hannes glaður að enginn skyldi hafa meitt sig. Auðvitað var miklu betra að þetta kom fyrir húsið hans Guðvarðar, frekar en til dæmis leikskólann sem var fullur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=