Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
44 Arfurinn SKJÁLFTI Kaflaheitin halda áfram að vera kitlandi og for- vitnileg. Hvernig tengist „skjálfti“ einhverjum látnum píanókennara? Hér eru mikil skil í sögunni. 19 SKJÁLFTI Það var skrýtið að venjast því að Guðvarður væri dáinn. Skrýtið að hugsa sér að hann væri ekki lengur til. Það var líka skrýtið hvað þriðjudagarnir og fimmtudag- arnir voru tómlegir. Hannes hafði alltaf farið á fund Guðvarðar á þriðju- dögum og fimmtudögum en nú fór hann bara beint heim úr skólanum. Hann æfði sig sjálfur á píanóið þegar hann var kominn heim en það var auðvitað ekkert í líkingu við það að fara að hitta Guðvarð. Mamma var búin að sækja um fyrir hann í tónlistarskólanum næsta vetur en hann gat ekki byrjað þar strax. Það var á einum af þessum einmanalegu fimmtudags- eftirmiðdögum sem það fyrsta tortryggilega gerðist. Hannes var að labba fram hjá litla húsinu hans Guð- varðar í roki og svona rigningu sem veit ekki hvort hún vill vera rigning eða slydda þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann var mjög snarpur. Miklu snarpari en Hannes hafði fundið áður. Hann datt um koll þar sem hann stóð á götunni og honum fannst hann sjá jörðina hreyfast. Hann heyrði hróp og köll af leikskólalóðinni í næstu götu. En fyrir framan hann gerðist það skrýtnasta af öllu. Húsið hans Guðvarðar hvarf. Jörðin bókstaflega gleypti það. Það var eins og það gerðist hægt. Stór sprunga myndaðist
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=