Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
42 Arfurinn SKJÁLFTI SKJÁLFTI – 3. KAFLI Megintilgangur: Að túlka og draga ályktanir út frá eigin reynslu. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman atburði 1.–2. kafla. Í öðrum kafla fylgdumst við með Hannesi eftir jarðarförina. Hann saknar Guðvarðar og rifjar upp minningar um hann, m.a. um skítugu vasaklútana hans. Hannes rannsakar bókina og finnur undarlegt bréf frá Guðvarði. Bókin virðist vera stórhættuleg og verkefni Hannesar er að eyðileggja hana! Hann vantar hjálp … en hver er eiginlega þessi Álfrún sem kynnt er til sögunnar? Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Þetta er frekar stuttur kafli miðað við hina tvo … en hann er samt mjög hlaðinn! Getur verið að húshvarfið tengist bókinni … og hvað merkja lokaorð kaflans? Hannes er í afneitun og reynir enn að telja sér trú um að verkefnið frá Guðvarði sé ekki mikilvægt. • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli : Hannes saknar Guðvarðar mjög mikið – sérstaklega á þriðjudögum og fimmtudögum. Ekkert annað en húsið hans Guðvarðar skemmist í jarðskjálftanum! Það kemur annar jarðskjálfti þegar Hannes hendir bókinni á gólfið – og heimskortið á veggnum hans hrynur! Hvað gæti þetta þýtt – hvað er höf- undur að gefa í skyn? • Ræðið saman um vísbendingarnar í textanum . • Fyrirsögn í lestrardagbók: 3. kafli – Skjálfti • Spurning : Hvað er söknuður fyrir mér? Fyrir mér er söknuður þegar … Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa hana niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Hvettu nemendur til að mynda heilar setningar þar sem þú munir safna saman bókunum og taka saman vangaveltur þeirra fyrir næstu kennslustund. Safnaðu saman lestrardagbókunum til að geta tekið saman vangaveltur nemenda. Orð í texta: slydda lék á reiðiskjálfi Að draga ályktanir LESTRARDAGBÓK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=