Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn ÓVINNANDI VERK 37 14 neitt sem stóð þarna. Letrið var gamaldags og ólæsilegt. Kannski var þetta á útlensku? Hvað sem þetta var, þá var þetta greinilega mjög gamalt og merkilegt. Upp úr bókinni stóð umslag. Það var skjannahvítt og mjög hversdagslegt. Sennilega bara keypt í Bónus eða eitthvað. Það virtist passa mjög illa við þessa bók. Nafnið hans Hannesar stóð utan á því, skrifað með skjálfandi hendi Guðvarðar. Hannes læddi fingri undir flipa umslagsins og seildist í bréfið. Kæri Hannes. Úr því að þú ert að lesa þetta bréf er ég dauður. Ég vona að þetta hafi allt saman farið vel fram og þú hafir fengið eitthvað almennilegt að éta í erfidrykkjunni. Spilaðir þú eitthvað? Ég vona að þú hafir spilað Bartók – ég verð að viðurkenna að ég hef látið þig æfa sónötuna þarna svona hálfpartinn með það á bakvið eyrað að þú gætir spilað hana við þetta tækifæri. En víkjum að efni þessa bréfs. Ég vona að þú munir það, Hannes, hverju þú lofaðir mér 28. febrúar síðastliðinn. Að þú lofaðir að tortíma fyrir mig þessari bók. Ég vona að þú munir að ég sagði þér að loforð við dauða menn svíkur maður ekki. Hvað segir þetta orða- lag um persónuleika Guðvarðar? „Eitthvað almennilegt að éta“?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=