Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn ÓVINNANDI VERK 35 Myndaverkefni, leiðbeiningar: Hannes hefur áhyggjur af því að lenda í unglingafangelsi ef það er ólöglegt að eyðileggja svona forngripi. Og þar er örugglega ekkert píanó! Teiknaðu mynd af Hannesi í þessum aðstæðum eða öðrum aðstæðum sem þér dettur í hug. Biddu nemendur um að teikna aðrar innri myndir sínar í lestrardagbókina. Leyfðu nemendum að sýna hvert öðru og ræða um hvernig þau sáu Hannes fyrir sér í unglingafangelsi. Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að sjá fyrir sér. Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Spjallaðu um að öll sjáum við fyrir okkur ólíkar innri myndir. Þessar innri myndir auðvelda okkur að skilja textann og lifa okkur inn í framvindu sög- unnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=