Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
34 Arfurinn ÓVINNANDI VERK ÓVINNANDI VERK – 2. KAFLI Megintilgangur: Að gera sér í hugarlund FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman atburði fyrsta kafla. Í fyrsta kafla kom í ljós að Guðvarður, píanókennari Hannesar, er nýlátinn. Hann virðist hafa verið skrýtin skrúfa; einfari sem drakk of mikið, tók í nef- ið og var nett sama um aðra. Hannes saknar Guðvarðar, en forvitni hans er vakin þegar undarleg frænka Guðvarðar afhendir honum umslag með þykkri bók. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Eftir að Hannes les bréfið er hann alveg viss um að Guðvarður hafi verið snarruglaður. Hvað haldið þið? • Vangavelta : Hvað segir orðanotkun Guðvarðar í bréfinu um persónuleika hans? Hann talar mjög óformlega, hann er núna „dauður“ og spyr hvort Hannes hafi fengið eitthvað að „éta“ í erfidrykkjunni. • Önnur smáatriði sem gætu samt skipt máli : Hannes grætur ekki fyrr en um kvöldið – þegar hann hugsar til þess að hann fékk ekki að spila fyrir Guðvarð í erfidrykkjunni. Það er fýla upp úr umslaginu, bókin er eldgömul en umslagið skjannahvítt og greinilega ódýrt úr Bónus – algerar andstæður. Bréfið frá Guðvarði er mjög dramatískt og alvarlegt – og hann nefnir hann líka sónötu Bartóks, sem Hannes fékk ekki að spila. 21. júní er á sama tíma og Evrópumót ungra tónsnillinga – Hannes er mjög upptekinn einmitt þá! • Spurning : Í lok kaflans stendur: „Og Álfrún Lovísa var sko síðasta manneskja á jarðríki sem Hannes ætlaði að koma nálægt.“ Þetta eru ansi stór orð! Hver er eiginlega þessi Álfrún Lovísa – og af hverju vill Hannes ekki koma nálægt henni? • Ræðið saman um vísbendingar 1–3 í textanum . Fyrirsögn í lestrardagbók: 2. kafli – Óvinnandi verk Orð í texta: seildist bókfell hámæli byggðasafn Að draga ályktanir Að skapa innri myndir YFIRLITSMYND
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=