Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn LOFORÐ 31 11 Svo hann tók við umslaginu og þakkaði kurteislega fyrir sig. Þau mamma hans héldu áfram inn í salinn í átt að hlaðborðinu með öllum brauðtertunum og flatkökunum og kleinunum. Hannes var með nótnamöppuna sína klemmda undir handleggnum. Vala skólastjóri í tónlistarskólanum hafði hringt í mömmu hans og beðið um að Hannes spilaði í erfi- drykkjunni. Hannes hafði lofað að hann myndi gera það en hann var ekki viss hvar eða hvenær flutningurinn ætti að fara fram. Hannes hugsaði með sér að Guðvarði hefði örugg- lega þótt þetta flott veisla. Honum fannst gott að borða. Mamma Hannesar hafði stundum sent hann í píanótíma með afganga og Guðvarður hafði alltaf ljómað eins og sólin ef það var endi af brauðtertu í stóra nestisboxinu sem Hannes færði honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=