Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
7 En Hannes var ekki viss um að það skipti svo miklu máli hvað fólki fyndist. Að minnsta kosti fannst Guðvarði það aldrei. Ekki þegar hann fór í búðina á náttbuxunum og inniskónum og ekki þegar hann hló allt of hátt í bíó þannig að allir horfðu á hann. Svo Guðvarði var sjálfsagt alveg sama þótt Hannes hefði ekki skrifað minningargrein til að segja öllum hvernig karl Guðvarður var. Miklu stærra vandamál var þetta sem Guðvarður sagði áður en hann dó. Guðvarður var píanókennarinn hans Hannesar. Hann hafði víst kennt við tónlistarskólann í bænum áður en hann varð of gamall og oft fullur til að halda kennarastöðunni. Þá hætti hann formlega að kenna. Þegar Hannes og mamma hans fluttu í bæinn á miðju skólaári hafði Hannes ekki fengið inni í tónlistarskólanum en Guðvarður hafði fallist á að taka hann í einkatíma heima hjá sér. Mamma var ánægð með það. Hún sagði að það væri miklu fínna að eiga svona mentor en að vera í sama nám- inu og allir hinir. En þeir sátu sem sagt þarna saman á langa píanóbekkn- um í stofunni hjá Guðvarði þegar Guðvarður hallaði sér fram og sagði: – Jæja, Hannes minn. Nú fer að styttast í þessu hjá mér. Og þess vegna þarf ég að biðja þig um svolítinn greiða, góurinn, sem ég innheimti eftir að kallið kemur. Hannes hafði fyrst ekki tekið eftir þessu með greiðann. Hann hafði bara orðið pirraður á því að Guðvarður væri að Hvað ætli þetta orð þýði? Hljómar það íslenskt? Arfurinn LOFORÐ 27 VÍSBENDING: Hvað ætli hann hafi sagt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=