Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn LOFORÐIÐ 23 Í textanum er að finna vísbendingar, auðkenndar með stækkunargleri: Umræða : Ræðið saman um 1. vísbendinguna: „Þeir veltu fyrir sér hvernig kona þessi, Friðsemd, vinnukona í Skálholti, hefði eiginlega verið. Og úr hverju hún hefði dáið, 19 ára gömul.“ – Hvers vegna dó hún og kemur hún meira við sögu? • Fyrirsögn í lestrardagbók: 1. kafli – Loforð • Spurning : Hvernig gæti Friðsemd, sameiginleg formóðir Hannesar og Guðvarðar, tengst sögunni okkar? • Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa hana niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar setningar. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. • Leyfðu nemendunum að deila hugsunum sínum hvert með öðru og ræða um það hvort einhverjar vísbendingar hafi verið að finna í textanum. • Miðað við minningargreinarnar virðist Guðvarður ekki hafa verið mjög vin- sæll. Af hverju gæti það verið – og af hverju var hann svona mikill einsetu- maður? Hvernig er Guðvarði lýst? Hann drakk of mikið, var nett sama um aðra, fór út í búð í náttbuxunum, hló hátt í bíó, átti sérstakan tóbaksskáp (hvernig gæti slíkur skápur litið út?), var með vasa fulla af skítugum vasaklútum og var mjög hrifinn af brauðtertum. Hvers vegna er Hannes svona leiður yfir fráfalli Guðvarðar fyrst hann var ekkert skyldur honum? Hvernig þekktust þeir? Það er næstum eins og Hannes hafi þekkt Guðvarð best af öllum – og skilið hann betur en aðrir. Guðvarður kenndi Hannesi á píanó. Önnur smáatriði sem gætu samt skipt máli: Mamma Hannesar er mjög upptekin af áliti annarra. Þau búa ekki í Reykjavík og eru nýflutt í bæinn. • Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Skoðaðu yfirlitsmyndina aftur með bekknum. Útskýrðu að hægt sé að nota vísbendingar úr texta og myndum bókarinnar til að túlka og draga ályktanir. Það var t.d. það sem þið gerðuð í sameiningu með því að skrá niður hvaða persónur var að finna á bókarkápunni. LESTRARDAGBÓK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=