Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

22 Arfurinn LOFORÐIÐ LOFORÐIÐ – 1. KAFLI Megintilgangur: Að túlka og draga ályktanir út frá vísbendingum í texta og myndum. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. Þú velur hvaða orð og orðasambönd þú velur að útskýra, allt eftir aldurs- og getustigi bekkjarins. • Taktu saman það sem fram kom í kynningunni. Það er mikilvægt að skilja að manneskjan les til að geta tekið þátt í daglegu lífi samfélagsins. Hægt er að nota ólíkar aðferðir til að bæta eigin lesskilning. • Skoðaðu yfirlitsmyndina yfir lesskilningsaðferðirnar og farðu aftur yfir þá þætti aðferðarinnar sem nemendur hafa þegar lært um Að spá fyrir um efni texta. Útskýrðu að í þessari kennslustund verði megináhersla lögð á aðferðina Að draga ályktanir. Þegar lesandinn dregur ályktanir skráir hann hjá sér það sem ekki er sagt með beinum hætti í textanum. Í þessum kafla er ætlunin að nota vísbend- ingar til að túlka og draga ályktanir. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spyrðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. Gerðu hlé á lestrinum þegar þú sérð stoppmerkið og lestu upp spássíu- textann. Þannig hugsarðu upphátt með bekknum meðan á lestri stendur. Þú getur valið að hugsa upphátt og svara spurningunum sjálf(ur) eða fengið nemendur til að taka þátt í umræðunni, allt eftir samsetningu bekkjarins. Hafðu í huga að of mörg hlé geta truflað lesturinn og orðið til þess að nem- endur missa einbeitinguna og missa áhugann á framvindu sögunnar. Þess vegna er æskilegt að láta umræður fara fram á undan og eftir lesturinn. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræður : Hvaða sögupersónum kynntumst við í þessum kafla? Við kynntumst aðallega Hannesi, mömmu hans og Guðvarði píanókennara. Hvaða öðrum persónum kynntumst við, sem gætu skipt litlu máli en gætu líka reynst mikilvægar síðar? Það var minnst á taugaveiklaðan útfararstjóra og vini Guðvarðar sem skrifuðu skrýtnar minningargreinar. Svo var þarna frænka Guðvarðar, lögfræðingur og skiptastjóri búsins, Vala skólastjóri … og Friðsemd, for- móðir Hannesar og Guðvarðar. Gæti eitthvert þeirra verið mikilvægt fyrir söguna? • Sýndu bókarkápuna og ræddu eftirfarandi spurningar: Hvaða persónur eru á kápumyndinni? Hvernig vitum við það? Á kápunni er mynd af tveimur krökkum. Að draga ályktanir Orð í texta: útfararstjóri formóðir minningargrein þegar kallið kemur ranghvolfa voma yfir erfidrykkja undir sjötugu drattast til YFIRLITSMYND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=