Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

20 KYNNING: 2. HLUTI Megintilgangur: Að spá fyrir um framvindu textans með vísbendingum á bók- arkápunni. • Sýndu bókarkápuna þannig að allir geti séð og lesið titilinn. • Útskýrðu fyrir nemendunum að þau ætli að æfa sig í að spá fyrir um atburðarásina með því að finna vísbendingar á bókarkápunni og setja fram trúverðuga tilgátu um það hvað bókin gæti fjallað um. • Ræðið spurningar á borð við: Hvað sjáið þið á bókarkápunni? Hvað er að gerast þar? Hvað er í forgrunni? En í bakgrunni? Hvaða tilfinningar vakna þegar þið horfið á myndina? Hvað ætli titilinn þýði? Hvað haldið þið að bókin fjalli um? • Sýndu baksíðu bókarinnar og lestu upp baksíðutextann. • Umræða : Hvað haldið þið núna að bókin fjalli um? LESTRARDAGBÓK Dreifðu lestrardagbókum til nemenda. Hægt er að notast við venjulega stílabók. Biddu nemendur um að skrifa Lestrardagbók og nafnið sitt á forsíðu bókarinnar. Útskýrðu að lestrardagbókin verði notuð í allri vinnunni með bókina. Nemendur fá reglulega að skrá niður í hana eigin hugsanir og leysa auk þess verkefni. Í lestrardagbókinni getur hver nemandi skrifað hjá sér eigin vangaveltur og álykt- anir og tekið þær saman. Síðar meir geta nemendur skoðað fyrri vangaveltur sem þeir hafa skrifað hjá sér. Stundum getur nemandi notað punkta úr lestrar- dagbókinni til stuðnings í umræðum, en að öðru leyti eru þetta persónulegir punktar hvers og eins. Segðu nemendum að fletta á fyrstu síðuna í lestrardagbókinni og skrifa fyrir- sögnina Arfurinn . Spurning : Hvers vegna heitir bókin Arfurinn ? Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa spurninguna niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar og réttar setningar. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Biddu nemendur um að ræða eigin hugmyndir sín á milli og ræða spurninguna. Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. Dreifðu yfirlitsmyndinni og ræddu um lestraraðferðina Að spá fyrir um textann. Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að tengja aftur við megintilgang hennar. Ræddu um það hvernig titill bókarinnar og smáatriði á kápumynd og baksíðu hennar geta auðveldað lesandanum að öðlast skilning á því um hvað bókin fjallar. YFIRLITSMYND Að spá fyrir um textann. LESTRARDAGBÓK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=