Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

19 BRÉF FRÁ HÖFUNDI Halló! Ég heiti Arndís og ég er rithöfundurinn sem skrifaði Arfinn . Arfurinn er níunda bókin mín og ég er núna að vinna að þeirri tíundu. Stundum skrifa ég bækur um unglinga í vand- ræðum, stundum ljóð fyrir fullorðna og stundum bækur sem gerast í gamalli nærbuxnaverksmiðju. Ég held að flestir rithöfundar reyni að skrifa bækur eins og þeim finnst sjálfum skemmtilegast að lesa. Það væri að minnsta kosti skrýtið að vinna við að skrifa leiðinlegar bækur! Oftast þegar mig langar til að lesa eitthvað sem ég er alveg viss um að sé skemmtilegt þá vel ég mér ævin- týrabók. Galdrar, ævintýri, aðrir heimar – það kann ég vel að meta. Flest kvöld sofna ég út frá upplestri á Harry Potter bókunum (ég tilheyri Slytherin-heimavistinni). Ég ætla bara að kjafta frá því strax að það koma galdrar við sögu í Arfinum. Eða að minnsta kosti eitthvað yfirnáttúrulegt. Annað semmér finnst skipta máli í bókum sem ég les er að þær séu fyndnar. Og þá meina ég ekki bara að það gerist fyndnir hlutir, heldur líka bara að orðunum í sögunni sé raðað saman á spaugilegan hátt. Það skiptir sem sagt ekki bara máli hvað er sagt, heldur hvernig það er sagt. Það þriðja, sem mér finnst skipta máli, er að það að það sé eitthvað í húfi. Að ég trúi því að allt geti farið virkilega, virkilega úrskeiðis. Í síðasta lagi finnst mér að sögur eigi helst ekki að vera bara um eitthvað eitt. Allt þetta reyndi ég að hafa í huga þegar ég sagði söguna af honum Hannesi, sem erfir dularfulla bók þegar Guðvarður píanókennarinn hans deyr. Ég vildi að sagan væri spennandi – en samt svolítið fyndin. Ég vildi líka að hún væri um veigamiklar tilfinningar – en samt svolítið fyndin. Svo sendi ég Hannes af stað í leiðangur – og leiðangurinn hans Hannesar snýst á endanum um fleira en bara dularfullu bókina. Þegar maður les sögu hverfur maður inn í annan heim, svo þið lesendur Arfsins sláist í þessa svaðilför með Hannesi. Ég vona að þið kunnið að meta ferðalagið. Góða ferð! Arndís Í ARFINUM FARA STÓRUNDARLEGIR ATBURÐIR AÐ GERAST EFTIR AÐ GUÐVARÐUR VINUR HANNESAR DEYR. LOFORÐIÐ SEM HANNES GAF VINI SÍNUM DREGUR SVO SANNARLEGA DILK Á EFTIR SÉR. ÁÐUR EN HANNES VEIT AF ER HANN FLÆKTUR Í FLÓKIN MÁL SEM GETA ENDAÐ SKELFILEGA. HÖFUNDUR SÖGUNNAR ER ARNDÍS ÞÓRARINS- DÓTTIR. HÚN HEFUR SKRIFAÐ MARGAR BÆKUR FYRIR BÖRN. NÁMSEFNIÐ LESIÐ UPPHÁTT ER ÞÝTT OG STAÐ- FÆRT ÚR SÆNSKU. ARFURINN ER FRUMSAMINN MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ NOTA Í KENNSLU SEM BYGGIR Á UPPLESTRI KENNARA OG SAMSPILI KENNARA OG NEMENDA Á MEÐAN LESTRI SÖGUNNAR STENDUR. KENNSLULEIÐBEININGAR ERU Á VEF MENNTAMÁLASTOFNUNAR Arndís Þórarinsdóttir ARFURINN 5281 A R F U R I N N A R F U R I N N A R F U R I N N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=