Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
18 KYNNING: 1. HLUTI Megintilgangur: Að ræða almennt um lestur, kynna bókina, rithöfundinn og lesskilningsaðferðirnar. • Umræða : Hvers vegna er nauðsynlegt að kunna að lesa? Tilgangurinn með lestri er að skilja það sem lesið er. Ef lesandinn skilur ekki lesefnið er nauðsynlegt að læra aðferðir til að geta skilið það. Tilgangurinn með lestri er að geta tekið þátt í samfélaginu dags daglega. Hvað get ég lesið og hvaða ólíku gerðir af texta eru til? Ræddu við nemendur um ólíkar tegundir texta og tilganginn með lestri. Hvernig fer lesturinn fram og hvernig verður lesskilningur til? Láttu nemendur velta fyrir sér þeirri staðreynd að hvernig sem lesandinn upplifir texta (með sjón, snertingu eða heyrn) sé hugsunin sjálf alltaf nauð- synleg til að skilja hvað textinn fjallar um – að heilinn þurfi alltaf að vinna. Hvaða hugsanaferli eru nauðsynleg til að skilja texta? Eru til einhverjar góðar aðferðir til þess? Taktu saman efni umræðunnar. • Sýndu nemendunum yfirlitsmyndina og segðu þeim frá lesskilningsaðferð- unum. Útskýrðu að vísindamenn hafi rannsakað góða lesendur og komist að því að þeir noti vissar aðferðir, svokallaðar lesskilningsaðferðir, til að skilja texta sem þeir lesa. Lykillinn að því að verða góður lesandi er að skilja þessar lestraraðferðir og kunna að nota þær. Ræddu um aðferðirnar, eina í einu, og leyfðu nemendum að deila sinni eigin reynslu. • Sýndu nemendunum kápumynd bókarinnar sem þú ætlar að lesa. Útskýrðu að þú ætlir að lesa bókina Arfinn upphátt fyrir bekkinn; að við og við í upplestrinum munir þú gera hlé á lestrinum til að ræða um aðferðir sem góðir lesendur nota til að öðlast betri lesskilning; að þið ætlið að æfa ykkur í sameiningu og ræða um ólík viðfangsefni og spurningar, bæði fyrir, á meðan og eftir upplesturinn. Tilgangurinn er sá að nemendur öðlist þekk- ingu á lesskilningsaðferðunum og skilji sjálfir hvernig þeir geti notað þær. • Kynntu rithöfundinn Arndísi Þórarinsdóttur fyrir nemendunum með því að lesa upp „Bréf frá rithöfundinum“ á næstu blaðsíðu. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að tengja aftur við megin- tilgang hennar. Útskýrðu að lestur hafi ólíkan tilgang hverju sinni, en það sé enginn til- gangur með lestrinum ef lesandinn skilur ekki það sem hann les. Skoðaðu ólíkar lesskilningsaðferðir með nemendunum og útskýrðu að þið munið æfa ykkur saman í aðferðunum með því að lesa bókina Arfinn eftir Arndísi Þórarinsdóttur. YFIRLITSMYND
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=