Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn AÐ LEIÐARLOKUM: 2. HLUTI 167 LESTRARDAGBÓK AÐ LEIÐARLOKUM: 2. HLUTI Megintilgangur: Að velta fyrir sér lestraraðferðunum og eigin námsaðferðum. • Leyfðu nemendum að fletta upp eigin frjálslestrarbókum Leyfðu nemend- um að lesa í eigin bókum í hljóði og biddu þau um að velta því fyrir sér á sama tíma hvaða lestraraðferðum þau eru vön að beita við lesturinn. Biddu þau um að merkja við þær aðferðir sem þau nota á yfirlitsmyndinni. • Umræður eftir lestur í hljóði: Hvar og hvenær notaðir þú lestraraðferðirnar í eigin lestri? Geturðu gefið dæmi? Hvers vegna er mikilvægt að geta nýtt sér læsisaðferðir? Rifjaðu upp að vísindamenn hafi rannsakað góða lesendur og komist að því að þeir noti vissar aðferðir, svokallaðar lestraraðferðir, til að skilja texta sem þeir lesa. Hægt er að bæta eigið læsi með því að æfa sig í að nota lestr- araðferðirnar. Því að það er auðvitað tilgangur með því að lesa – að skilja textann sem lesinn er! • Biddu hvern nemanda fyrir sig að hugsa um hvaða lestraraðferðir – eða hluta þeirra – hann eða hún þarf að þjálfa betur til að auka lesskilning sinn. Nemendur geta notað eigin merkingar á yfirlitsmyndinni til að sjá betur á hvaða sviðum þau þarfnast meiri þjálfunar. • Fyrirsögn í lestrardagbók: Lokavangaveltur • Biddu nemendur um að skoða merkingar sínar á yfirlitsmyndinni og skrifa síðan dæmi um hvaða aðferð eða aðferðir þau eru vön að nota og eru ör- ugg með, auk þess að skrifa niður aðferðir sem þau vilja vinna nánar með til að auka lesskilning sinn. Önnur leið er sú að fjölfalda og nota formið „Tvær stjörnur, ein ósk“ á bls. 172. Þar geta nemendur skrifað niður tvær aðferðir sem þau eru örugg á og í reitinn hjá töfrasprotanum skrifa þau niður það svið sem þau óska sér helst að betrumbæta. • Leyfðu nemendunum að velta þessu fyrir sér og skrifa síðan niður eigin hugsanir. • Safnaðu lestrardagbókunum saman til að ná utan um hugleiðingar nem- endanna. Notaðu þær sem stuðningsefni þegar þú skipuleggur frekari lestrarkennslu. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Það er mikilvægt að staldra reglulega við og velta því fyrir sér sem lesið er hverju sinni; að skoða bæði aðferðir sem virka vel og aðferðir sem þarf að æfa betur. Lesandi sem er meðvitaður um það sem hann kann og það sem betur má fara á auðveldara með að taka framförum í þekkingarleit sinni. Þennan verk- efnahluta þarf að tengja við lestur nemenda í hljóði, í yndis- lestri eða á fag- urbókmenntum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=