Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
166 Arfurinn AÐ LEIÐARLOKUM: 1. HLUTI LESTRARDAGBÓK AÐ LEIÐARLOKUM: 1. HLUTI Megintilgangur: Að taka saman efni bókarinnar. • Umræða : Ef þú ætlaðir að gera þína eigin bókarkápu fyrir „Arfinn“ – hvernig mynd myndirðu teikna á bókarkápuna og hvernig myndirðu hafa baksíðutextann? • Verkefni: Gerðu þína eigin bókarkápu fyrir Arfinn . Byrjaðu á því að skrifa uppkast að baksíðutexta í lestrardagbókina. Hafðu sameiginlegu tímalínuna sýnilega til stuðnings í þessu einstaklings- verkefni um baksíðutexta. Bentu nemendunum á að mikilvægt sé að aðal- persónur, umhverfi, vandamál og atburðir komi fram í réttri tímaröð, en að sjálf úrlausnin eigi ekki að koma fram í baksíðutextanum. Gott er að byrja svona: Arfurinn ____ fjallar um … • Leyfðu nemendum að lesa baksíðutexta hvor annars og ræða um þá. • Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. • Leiðréttu textann til að nemendur geti hreinskrifað hann. • Dreifðu A4-blöðum og biddu nemendur um að brjóta sitt blað saman til helminga. Samanbrotið blaðið stendur núna fyrir ímyndaða bókarkápu í stærðinni A5. • Biddu nemendur um að hreinskrifa baksíðutexta sinn á bakhlið „bókarkáp- unnar“. • Biddu nemendur um að loka augunum og sjá fyrir sér hvaða myndskreyt- ingu þau vilja velja sem kápumynd – mynd sem dregur atburðarásina vel saman. • Leyfðu nemendum að spjalla um myndskreytinguna í pörum, gera uppkast að henni í lestrardagbókina og teikna myndina að lokum á framsíðu saman- brotna A4-blaðsins. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Að gera samantekt á texta er ein af mörgum aðferðum sem góðir lesendur nota til að skilja texta betur. Með því að notast við lestraraðferðirnar er hægt að auka lesskilning sinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=