Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

166 Arfurinn AÐ LEIÐARLOKUM: 1. HLUTI LESTRARDAGBÓK AÐ LEIÐARLOKUM: 1. HLUTI Megintilgangur: Að taka saman efni bókarinnar. • Umræða : Ef þú ætlaðir að gera þína eigin bókarkápu fyrir „Arfinn“ – hvernig mynd myndirðu teikna á bókarkápuna og hvernig myndirðu hafa baksíðutextann? • Verkefni: Gerðu þína eigin bókarkápu fyrir Arfinn . Byrjaðu á því að skrifa uppkast að baksíðutexta í lestrardagbókina. Hafðu sameiginlegu tímalínuna sýnilega til stuðnings í þessu einstaklings- verkefni um baksíðutexta. Bentu nemendunum á að mikilvægt sé að aðal- persónur, umhverfi, vandamál og atburðir komi fram í réttri tímaröð, en að sjálf úrlausnin eigi ekki að koma fram í baksíðutextanum. Gott er að byrja svona: Arfurinn ____ fjallar um … • Leyfðu nemendum að lesa baksíðutexta hvor annars og ræða um þá. • Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. • Leiðréttu textann til að nemendur geti hreinskrifað hann. • Dreifðu A4-blöðum og biddu nemendur um að brjóta sitt blað saman til helminga. Samanbrotið blaðið stendur núna fyrir ímyndaða bókarkápu í stærðinni A5. • Biddu nemendur um að hreinskrifa baksíðutexta sinn á bakhlið „bókarkáp- unnar“. • Biddu nemendur um að loka augunum og sjá fyrir sér hvaða myndskreyt- ingu þau vilja velja sem kápumynd – mynd sem dregur atburðarásina vel saman. • Leyfðu nemendum að spjalla um myndskreytinguna í pörum, gera uppkast að henni í lestrardagbókina og teikna myndina að lokum á framsíðu saman- brotna A4-blaðsins. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Að gera samantekt á texta er ein af mörgum aðferðum sem góðir lesendur nota til að skilja texta betur. Með því að notast við lestraraðferðirnar er hægt að auka lesskilning sinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=