Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn SÓNOTA AÐ LEIÐARLOKUM 163 Pabbi Hannesar hefur fylgt honum í keppnina. Hann er ekki lengur einn og fjölskyldan öll komin nær honum. Reyndar hefur fjölskyldan stækk- að heilmikið; hann er aftur kominn í tengsl við Álfrúnu og hennar fjöl- skyldu, meira að segja ömmu hennar. Hannesi tekst að eyðileggja bókina. En honum tekst líka að komast í keppnina … og þar með uppfylla draum Guðvarðar. 116 Kannski gæti hann líka sýnt Sigga upptökuna. Og ömmu hennar Álfrúnar. Hann myndi örugglega hitta þau aftur á spítalanum. Það var gott, hugsaði hann, að tilheyra fleirum. Að eiga meira en bara einn vin. Hann ræskti sig og horfði niður fyrir sig. Hann hugsaði líka um það hvað hann var að gera þarna. Af hverju hann hafði ekki bara ákveðið að sleppa þessu. Og það snerist ekkert um mömmu eða um blaðaviðtölin eða um neitt svoleiðis. Það snerist um nokkuð sem Guð- varður hafði einu sinni sagt honum. Maður yrði að geta horft framan í heiminn. Þarna á sviðinu fann Hannes svo vel hvað hann var lif- andi. Hann fann hvernig hjartað barðist í brjóstinu, hvernig loftið streymdi ótt og títt ofan í lungun og hvernig blóðið fossaði um æðarnar. Hann var kominn til Stokkhólms. Hann var lifandi. Og hann hafði hæfileika. Fullt af fólki langaði til að geta spilað á hljóðfæri en gat það ekki. Hannes gat spilað á píanó. – Þetta er verk sem ég ætlaði að spila fyrir kennarann minn fyrir nokkrum mánuðum. Hannes leit upp og beint inn í ljósið. Ég gat ekki spilað það fyrir hann þá en ég ætla að spila það fyrir hann núna. Hannes sneri sér frá kastljósunum og gekk ákveðn- um skrefum að flyglinum sem beið eftir honum aftast á sviðinu. Það var eins og það væri dauf lykt af neftóbaki í loftinu. Hannes brosti með sjálfum sér og settist á píanóbekk- inn. Svo lokaði hann augunum og byrjaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=