Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn SÓNOTA AÐ LEIÐARLOKUM 161 Af hverju voru fleiri keppendur seinir? Hvað gæti hafa orðið til þess? 114 því hann heyrði núna að allir voru að klappa. Klappa fyrir honum. Hannes staðnæmdist á miðju sviðinu eins og Jörgen hafði sagt honum að gera. Hann pírði augun á móti ljósinu. – Välkommen! var sagt fyrir aftan kastarana. – Takk fyrir, svaraði Hannes á ensku. Takk fyrir að leyfa mér að vera síðastur. Hann fann hjartað berjast í brjóstinu á sér og fingurnir voru sveittir. Vonandi ekki svo sveittir að þeir myndu renna á nótna- borðinu. – Það var nú bara sjálfsagt, í ljósi aðstæðna, sagði rödd- in fyrir aftan ljósin. Og svo voru nú líka fleiri en þú seinir, þetta er allt dálítið á eftir áætlun hjá okkur. Já, það var svo sannarlega allt á eftir áætlun. Ekki bara á Evrópumóti ungra tónsnillinga, heldur eiginlega um allan heim. Flestir keppendurnir höfðu komið seint þar sem það voru miklar raskanir á flugsamgöngum síðustu daga vegna eldgossins á Íslandi. Það hafði sett allt úr skorðum. Jörgen hafði trúað Hannesi fyrir því að það hefði þurft að kalla inn jógakennara frá allri Suður-Svíþjóð til að að- stoða ungu tónsnillingana við að takast á við stressið sem þessu fylgdi. Allir keppendurnir höfðu komist úr jafnvægi við þessa óheppilegu byrjun á keppni sem þeir höfðu allir stefnt á síðan þeir voru bara pínulitlir tónlistarnemendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=