Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

160 Arfurinn SÓNOTA AÐ LEIÐARLOKUM 113 SÓNATA AÐ LEIÐARLOKUM Hannes dró djúpt andann og lokaði augunum. Það var lykt af blómum í loftinu. Þau minntu hann á lyktina í kirkjunni þegar Guðvarður var jarðaður. Eða nei, þau minntu hann ekki bara á það. Þau minntu líka á lyktina af rósunum sem hann hafði keypt handa mömmu sinni á mæðradaginn í fyrra. Þau minntu líka á lyktina sem var í garðinum heima hjá frænku hans í Uppsölum. Þau minntu á lyktina á sjúkrastofu og þau minntu á lyktina af ilmvatni. Blómailmurinn kæfði minninguna um lyktina af sviðnu bókfelli, sem hafði logað glatt í morgunsólinni á Snæfells- nesi daginn áður. Hannes fann fingurna bærast í kunnuglegum hreyfing- um þar sem þeir lágu í kjöltu hans. Það voru blóm allt í kringum sviðið og það var góð lykt af þeim. Þegar Hannes hafði komið inn í búningsherbergið hafði heyrst tónlist af sviðinu en nú var hún þögnuð og ómur af lófataki heyrðist innan úr salnum. Sænski maðurinn sem hafði fylgt honum inn í búnings- herbergið, hann Jörgen, gaf honum merki. Það var komið að Hannesi. Hann stóð upp og gekk eins og í leiðslu inn á sviðið. Hann sá ekkert. Pabbi hans var kannski þarna úti í salnum. Jú, hann var það sennilega en Hannes sá hann ekki. Hann gat varla greint dómaraborðið. Það voru samt einhverjir í salnum, Hvað þýðir þetta kaflaheiti? Takið eftir því að frá- sögnin er búin að taka risastórt stökk. Allt í einu er Hannes staddur uppi á sviði í Svíþjóð – í kaflanum á undan var hann á leiðinni að brenna bókina. Höfundurinn lætur okkur lesendur um að geta í eyðurnar; að sjá fyrir okkur hvernig honum gekk að eyði- leggja bókina. Hvað finnst ykkur um það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=