Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn SÓNOTA AÐ LEIÐARLOKUM 159 Skrifaðu tímalínu upp á töflu. Leiddu umræðu um mikilvæga atburði í bókinni og skrifaðu þá í réttri tíma- röð inn á tímalínuna, sjá tillögu á bls. 170. Athugaðu að notkun tímalín- unnar er tillaga þar sem dregin er athygli að meginatburðarásinni, s.s. hvað varð til þess að Hannes fékk Álfrúnu til að hjálpa sér. Hugsanlega beinist ykkar umræða að öðrum hliðaratburðum, til dæmis tengslum Hannesar við mömmu sína eða því hvað hrjáir hana. Spurningar sem styðja við umræðuna: Hverjar eru aðalpersónur bókarinnar? Í hvaða umhverfi og aðstæðum gerist bókin? Hvert er meginvandamálið sem fjallað er um? Hvaða aðrar hindranir verða á vegi aðalpersónanna? Hvernig eru vandamálin leyst? Hvernig endar bókin? Hver er meginboðskapur bókarinnar? Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Umræða : Hver er hægt að segja að boðskapur bókarinnar sé? Höfundur bókarinnar lætur vandamálin leysast í lokin. Allt bendir til þess að Hannes og Álfrún verði vinir eftir þetta ævintýri. Bókin endar því vel – þótt við fáum ekki að vita hvort Hannes vann keppnina – og hún inniheldur boð- skap sem væri til dæmis hægt að orða svona: „Það er bæði flókið að tilheyra fjölskyldu og stjúpfjölskyldu – sérstaklega þegar leyndarmál og samskiptaleysi ráða ríkjum.“ „Það er mikilvægt að treysta öðru fólki og biðja um hjálp þegar maður þarf á henni að halda.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=