Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

158 Arfurinn SÓNOTA AÐ LEIÐARLOKUM SÓNATA AÐ LEIÐARLOKUM – 17. KAFLI Megintilgangur: Að skoða hvernig höfundurinn lætur bókina enda og skrifa sameiginlega samantekt. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. Sýndu nemendum yfirlitsmyndina og farðu aftur yfir aðferðina: Að sjá fyrir sér/að gera sér í hugarlund. Biddu nemendur um að lesa eigin hugleiðingar um bardagann í 16. kafla. Lestu aftur neðangreinda efnisgrein úr síðasta kafla og biddu nemendur um að loka augunum og sjá fyrir sér innri myndir af atburðunum. „Það var enginn litur á vörunum á henni. Þær voru alveg gráar. Hannes hafði aldrei séð gráar varir áður. Hann vissi ekki að varir gætu verið gráar. Ein stelpa úr hópnum hélt björgunarsveitarpeysu þétt upp að hálsinum á Álfrúnu. – Ég þarf aðra peysu, kallaði stelpan. Það er búið að blæða í gegnum þessa. Einhver henti í hana peysu og sagði um leið: – Settu þessa ofan á hina. Og haltu áfram að þrýsta á sárið. Eins fast og þú getur án þess að kæfa hana. Þessi kvikindi tættu hálsinn á henni alveg í sundur. Tættu hálsinn á henni í sundur? “ • Fyrirsögn í lestrardagbók: 17. kafli – Sónata að leiðarlokum • Myndaverkefni, leiðbeiningar: Hvaða myndrænu atriði er að finna í kafl- anum, fyrir utan Álfrúnu blóðuga með gráar varir? Þyrlan að fljúga í burtu? Björgunarsveitarstrákurinn sem leggur úlpu yfir axlir Hannesar? • Gefðu nemendum tíma til að teikna sínar innri myndir í lestrardagbókina. • Leyfðu nemendum að sýna hvoru öðru sínar myndir, bera þær saman og ræða þær. • Umræða : Hvernig haldið þið að bókin muni enda? Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Hvers vegna haldið þið að höfundurinn hafi látið bókina enda með þessum hætti? Hvaða áhrif hefur það á okkur sem lesendur að á milli síðasta og næstsíðasta kafla er gat í frásögninni? Allt í einu er Hannes mættur til Stokkhólms til að taka þátt í keppninn i. Hefðir þú látið bókina enda svona? Skiptir þig máli að fá ekki að vita hvort Hannes vann keppnina eða ekki? Orð í texta: setja eitthvað úr skorðum Að skoða sögulokin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=