Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

156 Arfurinn ÞYRLAN Hannes er greinilega undir miklum áhrifum frá lífsspeki móður sinn- ar, enda engin furða. En kannski er hann núna að skilja að ekki allt sem mamma hans segir er endilega rétt. Hann er að þroskast og öðlast eigin sjálfsvitund. 111 Þegar þyrlan var farin nálguðust lögreglubílar, Hannesi leið eins og hann væri að vakna eftir vondan draum. Lögreglan myndi spyrja spurninga. Það var augljóst að hann var ekki einn af björgunarsveitarkrökkunum, hann var lang yngstur í hópnum. Og lögreglan myndi vilja vita hvað hafði gerst hérna og krakkarnir áttu eftir að segja frá því að Álfrún hefði beðið þau að koma. Til að hjálpa bróður sínum. Hann fattaði að flugvélin hans hlaut að eiga að lenda bráðum í Svíþjóð. Eða var hún kannski lent? Var frænka hans kannski búin að sjá að það var enginn Hannes um borð í vélinni? Var hún búin að hringja í pabba hans, sem var búin að hringja í mömmu hans, sem hélt að Hannes væri búinn að vera í Svíþjóð síðan í gær? Hannes horfði aftur á bókina. Það var komið kvöld og eftir örfáa klukkutíma yrði kominn 21. júní – sumarsólstöður. Afmælið hans. Hann gat ekki talað við lögregluna núna. Hannes varð að fara og standa við loforð. Honum fannst óþægilegt að biðja fólk um hjálp. Sérstak- lega ókunnuga. Hann var vanur að standa á eigin fótum. Vilja ekki skulda neinum neitt. Það sagði mamma að væri mikilvægast af öllu. En það voru svo margir búnir að hjálpa Hannesi í dag. Álfrún var á flugi einhvers staðar hátt yfir landinu og varirnar á henni voru gráar. Hann gat ekki gefist upp núna. Hann mátti ekki láta vondu konuna fá bókina svo að einhver annar bjáni gæti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=