Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

150 Arfurinn ÞYRLAN • Hvers vegna er mamma Hannesar svona hrædd við annað fólk? Og eru þetta góð skilaboð frá henni – á maður aldrei að treysta öðrum og reyna alltaf að gera allt sjálfur? • Skrifaðu spurningarnar upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa þær hjá sér. Biddu nemendurna um að ímynda sér hvers vegna Hannes getur allt í einu lesið letrið í bókinni, sem áður var honum óskiljanlegt. • Kannski þarf sá sem les textann að vera fullur örvæntingar og standa frammi fyrir raunverulegri hættu til að geta skilið hann? • Gefðu nemendum færi á að velta spurningunum fyrir sér og skrifa hug- leiðingar sínar í lestrardagbókina. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Gott er að byrja svona: Ég held að … vegna þess að … • Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Útskýrðu að höfundurinn nýtir sér getu lesandans til að draga ályktanir út frá eigin reynslu og innri myndum til að ýta undir upplifun og spennu í text- anum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=