Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

LESTRARDAGBÓK Arfurinn ÞYRLAN 149 ÞYRLAN – 16. KAFLI Megintilgangur: Að túlka textann út frá eigin reynslu og innri myndum. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman atburði síðasta kafla. Í síðasta kafla skall á rosalegur lokabardagi á milli björgunarsveitakrakkanna og svörtu veranna, sem virðast hafa verið einhvers konar illir andar eða draugar. Björgunarsveitin hafði á endanum betur, en konan er horfin og undir lok kaflans er eitthvað hræðilegt á seyði. • Biddu nemendur um að fletta upp á 15. kafla í lestrardagbókinni og lesa eigin spurningar hvert fyrir annað, áður en upplestur á næsta kafla hefst. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM Gefðu nemendum tíma til að ræða hvort kaflinn hafi svarað einhverjum spurningum þeirra. • Umræða : Svaraði þessi kafli spurningum ykkar, t.d. um það hvað gerðist hræðilegt í lok síðasta kafla? • Umræða : Í þessum kafla fer fram mikil innri barátta Hannesar. Hann áttar sig á því að Álfrúnu þykir mjög vænt um hann – annars hefði hún ekki kom- ið, kallað á vini sína til hjálpar og nánast fórnað lífi sínu fyrir hann. Hann finnur líka að hann er næstum tilbúinn að fórna hinum krökkunum, sem eru „aukaleikarar“, fyrir Álfrúnu. En á endanum getur hann ekki tekið sér vald yfir lífi og dauða. • Fyrirsögn í lestrardagbók: 16. kafli – Þyrlan • Spurning : Hvers vegna á Hannes svona erfitt með að biðja aðra um að hjálpa sér? • Vísbendingin liggur í þessari tilvitnun, sem þú getur rætt við bekkinn: • „Honum fannst óþægilegt að biðja fólk um hjálp. Sérstaklega ókunnuga. Hann var vanur að standa á eigin fótum. Vilja ekki skulda neinum neitt. Það sagði mamma að væri mikilvægast af öllu.“ • Hvers vegna er mamma Hannesar svona hrædd við annað fólk? Og eru þetta góð skilaboð frá henni – á maður aldrei að treysta öðrum og reyna alltaf að gera allt sjálfur? • Vísbendingin liggur í þessari tilvitnun, sem þú getur rætt við bekkinn: • „Honum fannst óþægilegt að biðja fólk um hjálp. Sérstaklega ókunnuga. Hann var vanur að standa á eigin fótum. Vilja ekki skulda neinum neitt. Það sagði mamma að væri mikilvægast af öllu.“ Orð í texta: að skima Að túlka og draga ályktanir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=