Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
144 Arfurinn SKÁLHOLTSBARDAGI SKÁLHOLTSBARDAGI – 15. KAFLI Megintilgangur: Að spyrja spurninga úr textanum. FYRIR UPPLESTURINN • Flettu til baka og lestu aftur lýsinguna á því þegar Álfrún snýr aftur til að bjarga Hannesi: • „Í ljósblossanum stóð eitthvað rautt. Eitthvað rautt sem var með hárið rakað í hliðunum og þó Hannes sæi það ekki vissi hann að þetta eitthvað var með blágrænt naglalakk. Og þetta eitthvað kallaði hátt: – Sleppið litla bróður mínum!“ • Ræddu um „eitthvað rautt“. Af hverju er Álfrún rauð og hvað gæti það þýtt fyrir næstu skref í sögunni? Hún er klædd í björgunarsveitargallann líklega er hún ekki ein heldur með fleiri félögum. Ræddu um atburði síðasta kafla og hvað gæti hugsanlega gerst í kaflanum „Skálholtsbardagi“. Í síðasta kafla fengum við að vita alla söguna um bókina og undirheima- konuna – og við fengum líka að vita hvers vegna líf Guðvarðar þróaðist eins og það gerði. Hann sótti bókina til að bjarga móður sinni, en bókin valdi frekar að taka líf föður hans. Þetta gat Guðvarður aldrei fyrirgefið sér og þess vegna hætti hann alfarið að spila á píanóið. Í kaflanum kemur líka fram að konan ætlar að taka Hannes með sér niður í undirheima – hann er sem sagt í stórhættu! • Skoðið yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að spyrja spurninga. • Útskýrðu að í þessum kafla munir þú gera reglulega hlé á lestrinum til að spyrja textann spurninga. Þegar þú gerir hlé er nemendum frjálst að setja fram eigin spurningar, aðrar en þínar. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spyrðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Þessi kafli er frekar stuttur en viðburðaríkur þar sem björgunar- sveitarkrakkarnir berjast við undarlegar svartar verur – og hafa betur – á meðan konan stendur afsíðis og hverfur í lokin. Höfundur lýsir þessu svona: „Þetta var bardagi, alveg brjálaður, eins og eitthvað úr bíómynd.“ Ræddu við bekkinn á þessum forsendum: Eru bíómyndabardagar mjög raunverulegir? Hafið þið lent í slag og fundið hvað bara eitt högg er sárt og getur gert mann ringlaðan og hræddan? • Umræða : Kaflinn endar á því sem á ensku er kallað „cliffhanger“, en þar eru lesendur skildir eftir í hvínandi óvissu um hvað gerist næst. Þetta er sér- lega áhugavert í t.d. sjónvarpsþáttum sem sýndir eru einu sinni í viku, eða í Orð í texta: að vera í einum hnapp Að spyrja spurninga YFIRLITSMYND
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=