Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn BÓKAVÖRÐUR ÚR UNDIRDJÚPUNUM 141 100 les galdurinn – en það getur líka verið líf einhvers annars. Svo þegar flónið hann Guðvarður las galdurinn yfir rúmi dauðveikrar móður sinnar, tilbúinn að deyja í hennar stað, þá kom dauðinn ekki. Ekki til hans. – Pabbi hans, hvíslaði Hannes. Pabbi hans dó sama ár og Guðvarður hætti að spila. Konan brosti. Aumingja Guðvarður! Að þurfa að lifa með því öll þessi ár að hafa lesið galdur sem fórnaði lífi pabba hans. Líf fullt af sektarkennd– og hann gat ekki einu sinni spilað á píanóið. Það var hrikalegt. Og þegar Guðvarður dó sjálfur var bara eitt sem honum fannst skipta máli. Að bókin yrði eyðilögð. Guðvarður var búinn að hugsa málið í meira en hálfa öld og honum fannst að það væri það eina rétta í stöðunni. Hann gat ekki eyðilagt hana sjálfur. Kannski fannst honum tilhugsunin óbærileg, úr því að hann vissi hvað bókin var öflug. Kannski gat hann ekki afborið að láta eitthvað frá sér sem hann hafði borgað fyrir svona dýru verði. En hann vildi að bókin yrði eyðilögð. Þess vegna hafði hann beðið Hannes um að gera það. Því hann hélt að það hlyti að vera auðveldara að farga bókinni ef maður vissi ekki hvers hún var megnug. Þess vegna hafði hann ekkert útskýrt. Guðvarði fannst, þegar hann var orðinn gamall maður, að Hannes yrði að koma í veg fyrir að einhverjir fleiri gætu notað bókina. VÍSBENDING: Hér er svarið komið! Þess vegna fól hann Hannesi verkefnið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=