Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
14 AÐFERÐAFRÆÐIN Lesskilningsaðferðirnar eru aðferðir til að skilja texta; þekking á þeim er aldrei markmiðið í sjálfu sér. Þess vegna teljum við gagnlegast að kynna aðferðirnar smátt og smátt, hugsa upphátt og leyfa nemendum smám saman að spreyta sig á notkun þeirra í samhengi við upplestur – sérstaklega upplestur á bók þar sem löngunin til að vita hvað gerist næst og þörfin á að skilja sögupersónur er sterk. .Í bókinni vinnum við okkur skipulega og endurtekið í gegnum lestraraðferðirnar. Við höfum valið að setja mál okkar fram með skýrum hætti – hugsanlega of skýrum. Þetta er aðferðafræði sem þér er frjálst að endurskoða; þú getur notað hana eins og lagt er upp með eða útfært aðferð sem hentar bæði þér og nem- endahópnum. .Þú munt einnig sjá að við höfum valið að fara hægt í hlutina. Í hverjum kafla notum við ólíkar aðferðir en höfum þó tilteknar áherslur í forgrunni í hverri kennslustund, yfirleitt eina aðferð. Þetta er meðvitað val til að halda í það jafn- vægi sem nauðsynlegt er þegar unnið er með lestraraðferðir, án þess að glata efnisinnihaldi lestrarupplifunarinnar. .Í upphafi hvers kafla er megintilgangur hans kynntur til sögunnar. Þar á eftir er að finna hlutann Fyrir lesturinn , en þar er yfirleitt að finna einhvers konar samantekt á fyrri köflum sem hægt er að nota til að velta upp spurningum og spá fyrir um það hvað gæti gerst næst í frásögninni. .Í upplestrinum ert þú fyrirmynd fyrir nemendur með því að sýna þeim hvernig þú notar ólíkar aðferðir til að skilja textann, t.d. með því að hugsa upphátt eða varpa spurningum út í bekkinn. Þú getur stýrt því hversu mikið þú velur að virkja nemendur inn í umræður meðan á lestri stendur, allt eftir því hvernig nemenda- hópurinn er hverju sinni. Þó er mikilvægt að hlé á lestrinum trufli ekki lestrar- upplifunina um of til að nemendur tapi ekki þræðinum í frásögninni. .Eftir lesturinn eru spurningar og umræður notaðar til að vinna með textann og þar geta nemendur æft sig í ólíkum lesskilningsaðferðum og velt textanum fyrir sér, þar á meðal í lestrardagbækur sínar. Hægt er að nota hefðbundnar stílabæk- ur fyrir lestrardagbækur; þar geta nemendur velt fyrir sér ýmsum spurningum á skriflegan hátt og undirbúið þátttöku í umræðum í minni hópum. Lestrardag- bókin nýtist líka til að skoða eigin vangaveltur síðar meir og athuga eigin forspá um framvindu textans. Hverri kennslustund er síðan lokað með samantekt sem skapar tengingu við megintilgang kennslustundarinnar. .Mikilvægt er að þú sem kennari kynnir þér vel yfirlitsmyndina yfir lestrarað- ferðirnar sem er að finna á netinu og á bls. 11 áður en þú byrjar að vinna með bókina. Á myndinni er að finna yfirlit yfir lesskilningsaðferðirnar sem veitir þér stuðning í kennslunni. Hægt er að líma eintak af yfirlitsmyndinni inn í lestrardag- bækur nemenda áður en þeim er dreift. Aftast í bókinni er að finna sniðmát af yfirlitsmyndinni til fjölföldunar. Staf- ræna útgáfu af henni er einnig að finna hér ef þú vilt birta yfirlitsmyndina á skjá í kennslustofunni eða prenta hana út.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=