Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
98 BÓKAVÖRÐUR ÚR UNDIRDJÚPUNUM Stór elding klauf himininn í tvennt þegar henni sló niður í kirkjuturninn rétt hjá Hannesi. Hannes hrökk í kút og klemmdi aftur augun. Hann fann að eitthvað hafði gerst áður en hann opnaði þau aftur. Þess vegna var hann ekkert hissa að sjá konuna augliti til auglitis við sig. Ekki kirkjugarðskonuna í moldugu buxunum. Heldur hina. Þessa fallegu. Þessa sem átti langa hnífinn. – Láttu mig fá bókina, Hannes, sagði hún hátt. – Nei! kallaði Hannes yfir veðurgnýinn. Það brann eldur í kirkjuturninum. – Þú átt ekki þessa bók, kallaði konan á móti. Ég á þessa bók. Og ég lána hana ekki nema ég fái eitthvað í staðinn. Hannes kyngdi. – Hvað meinarðu með því? spurði hann. – Ég meina að Friðsemd þurfti að borga fyrir að fá að fara með bókina upp úr djúpunum. Hún fékk hana en varð að borga með hjartagæsku sinni. Og svo þurfti hún auð- vitað líka að gjalda fyrir að nota hana. En það er annað mál. Svo hló hún. – En af hverju vildi Guðvarður fá bókina? Hverjum vildi hann bjarga? Og hvað þurfti hann að borga? kallaði Hannes. Arfurinn BÓKAVÖRÐUR ÚR UNDIRDJÚPUNUM 139 Þetta kaflaheiti gefur ansi sterkar vísbend- ingar um hvað gerist í þessum kafla … Hvaða gjald greiddi Guðvarður eiginlega fyrir að nota bókina?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=