Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

138 Arfurinn BÓKAVÖRÐUR ÚR UNDIRDJÚPUNUM BÓKAVÖRÐUR ÚR UNDIRDJÚPUNUM – 14. KAFLI Megintilgangur: Að nota yfirlitsmynd til að gera samantekt. FYRIR UPPLESTURINN • Umræða : Hvaða persónur er núna búið að kynna til sögunnar, hvað vitum við um þær og hvernig tengjast þær? Til að taka efnið saman getur þú varpað yfirlitsmyndinni á bls. 11 upp fyrir nemendur eða dreift henni á þann hátt sem hentar ykkur. Hannes og mamma hans, sem virðist eiga erfitt og vera á eins konar flótta. Pabbi Hannesar og Linda, nýja konan hans; foreldrar Hannesar talast ekki við. Álfrún og pabbi hennar; þau voru í sömu fjölskyldu í þrjú ár, en sambandið endaði þegar pabbi Álfrúnar las „leynibréf“ frá mömmu Hannesar. Guðvarður og frænka hans skiptastjórinn; Friðsemd og dularfullu tvíbur- arnir hennar. Pabbi Guðvarðar, semdó sama ár og hann hætti að spila á píanó, ogmamma Guðvarðar. Vonda fólkið, sem virðist koma úr undirheimum. • Ljúktu umræðunni með því að biðja nemendur um að að taka eftir því í upplestrinum hvort ráðgátan með Guðvarð og bókina leysist. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Ræðið saman um vísbendingarnar í textanum. • Umræða : Hvernig lítur ráðgátan um Guðvarð og bókina núna út? • Fyrirsögn í lestrardagbók: 14. kafli – Bókavörður úr undirdjúpunum • Skrifaðu „Fjölskyldusaga Guðvarðar“ upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa það hjá sér. Leyfðu nemendunum að velta viðfangsefninu fyrir sér og gera síðan eigin hugarkort yfir það sem þeir vita um fjölskyldu Guðvarðar og flókna sögu hennar. • Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. • Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Hægt er að nota ólíkar aðferðir til að taka saman efni texta. Í síðustu kennslu- stund fenguð þið að nota tímalínu til að gera samantektina. Nú hafið þið fengið að prófa að gera samantekt með hugarkorti. Orð í texta: veðurgnýr hjartagæska að gjalda fyrir eitthvað kjólföt flón Að taka saman textann YFIRLITSMYND LESTRARDAGBÓK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=