Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

136 Arfurinn HEL FÆR SITT Getur verið að þetta sé satt? Hverjum vildi Guðvarður bjarga? Og tókst það? Meiri brennisteinslykt? Er að koma annað eldgos? Eða er eitthvað allt annað að koma? 96 Bókin í bakpokanum hans var alveg örugglega bókin í sögunni. En af hverju hafði Guðvarður átt hana? Ef bókin hafði farið aftur ofan í jörðina árið sextánhundruð og eitt- hvað, þá hefði Guðvarður þurft að sækja hana þangað. Var það kannski þess vegna sem Guðvarður dó? Hafði hann verið að reyna að bjarga lífi einhvers? Og lífi hvers? En nú þegar hann var dáinn var þessi kona komin. Og hún vildi fá bókina sína aftur. Hannes sveið í hálsinn af öskunni og hann var með höfuðverk. Hann skildi ekkert hvað var í gangi! Hann opnaði símann sinn aftur og skoðaði allt sem hann hafði safnað um Guðvarð. Þetta var eins og að reyna að púsla púsluspili þar sem ekkert gekk upp! Hann vildi óska að hann gæti bara hringt í Guðvarð og pínt hann til að segja sér satt. Hann varð að fá að vita meira ef þetta átti að ganga upp. En hann var kominn með einhver svör. Hann vissi núna hvað bókin gat gert. Hann tók bókina upp úr umslaginu og handlék hana. Kannski var það ímyndun en það var eins og brennisteins- lyktin í loftinu magnaðist. Þetta var ótrúlega öflugt tól. Sumt fólk í heiminum mátti bara alls ekki deyja. Hlytu ekki Sameinuðu þjóðirnar eða ríkisstjórnin eða einhver að vilja eiga bókina? Ef einhver mjög mikilvægur væri alveg að fara að deyja, þá þurfti að vera hægt að bjarga honum. Ef einhver snillingur, sem væri til dæmis alveg að fara að gera mikilvæga uppgötv- un sem gæti leyst öll vandamálin út af hlýnun jarðar eða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=