Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn HEL FÆR SITT 135 Er þetta ekki kunnug- legt? 95 – Drengurinn óx og dafnaði og varð gæfumaður, þrátt fyrir allt, sagði konan og þurrkaði mold af höndunum á sér á buxnaskálmunum. Hann eignaðist konu og ein átta börn, held ég. Bróðir hans – stóri tvíburinn – drukknaði hins vegar fjórtán ára gamall. Hannes vissi ekki hvað hann átti að halda. Það var þá litli tvíburinn – sá sem Friðsemd bjargaði – sem var forfaðir þeirra Guðvarðar. Ef Friðsemd hefði ekki farið með þuluna væri Hannes ekki til. – Já, það eru ýmsar sögurnar hérna úr sveitinni, sagði konan og horfði yfir kirkjugarðinn. Ég get til dæmis sagt þér söguna af honum Pétri gamla, sem er grafinn hérna í næstu röð, hann … – En bókin? greip Hannes fram í fyrir henni. Hvað varð um bókina? – Bókina? spurði konan. Það er merkilegt að þú skulir spyrja að því. Það er saga til um það líka. Að þegar Frið- semd var öll hafi komið kona á svörtum hesti. Kona sem enginn hafði séð áður, þótt hún væri klædd eins og bisk- upsfrú, með mikið hár og dökk augu. Og konan gekk inn í bæinn, sótti bókina og gekk út aftur án þess að yrða á neinn. Hvorki hún né bókin sáust aftur. Hannesi snöggkólnaði. Hann gat alveg ímyndað sér hvaða kona þetta hafði verið. Hann stóð upp og kvaddi. Hann þurfti að hugsa og hann gat ekki gert það með þessa kirkjugarðskonu yfir sér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=