Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

134 Arfurinn HEL FÆR SITT Kaflaheitið er áletrunin á legsteininum! 94 áætlunin var. Ekki ef það gat bjargað drengnum hennar. Honum, sem átti allt lífið fram undan. Hannes kreppti hnefana. Það var hrikalegt að hugsa þannig. En svo mundi hann eftir því þegar kisan hennar Álfrúnar eignaðist kettlinga, fyrir mörgum árum. Áður en mamma hafði farið með kisuna og alla kettlingana í Kattholt og skilið þau þar eftir. Hannes mundi hvað kettlingarnir voru ótrúlega litlir þegar þeir kúrðu í hendinni á honum. Hann mundi að þeir titruðu um leið og þeir önduðu. Allur líkam- inn passaði í lófann á honum. Hann hugsaði um það hvernig það væri að horfa á lítið barn sem væri þannig. Væru ekki flestir tilbúnir að gera hvað sem er til að bjarga því? Friðsemd hafði greinilega verið það. – Og hvað? spurði hann. Hvað gerðist? – Hel fékk sitt, sagði konan með áhersluþunga. Gamal- mennin í Skálholti lifðu öll af þennan dag. Friðsemd hneig hins vegar sjálf niður örend um leið og hún hafði farið með þuluna. – Örend? – Steindauð, sagði konan. Hannes saup hveljur, jafnvel þótt hann hefði alveg vitað að Friðsemd dó þegar hún var bara aðeins eldri en Álfrún var núna. Þó að hann hefði átt að vita að sagan hennar Friðsemdar endaði ekki vel. – Og barnið? spurði hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=