Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

132 Arfurinn HEL FÆR SITT 92 verður léttari og það fæðist stór og sterklegur drengur. En svo gerist það einkennilega. Sóttin heldur áfram og það kemur annað barn. Og þetta barn er öðruvísi. Miklu minna, óttalega veiklulegt. Í þá daga var ekki hægt að fylgjast með meðgöngunni eins og núna, svo enginn vissi að það væri von á tvíburum. Nú, það var kallaður til prestur sem skírði bæði börnin – það fannst öllum augljóst að minni tvíburinn myndi ekki lifa lengi, svo það varð að drífa í þessu. Og sjálfsagt hefur flestum þótt það fullgott að fá eitt lifandi barn. Það var alls ekkert sjálfsagt að meðganga endaði með lifandi barni. En Friðsemd var ekki þannig, segir sagan. Hún vildi ekki bara prísa sig sæla að fá einn heilbrigðan son, hún var staðráðin í því að þeir ættu báðir að lifa. – Já, er það eitthvað skrýtið? spurði Hannes. Auðvitað vildi hún ekki að litla barnið myndi deyja. – Hlutirnir voru öðruvísi þá, sagði konan annars hugar. Friðsemd átti auðvitað ekkert að eignast barn, svona utan hjónabands. Flestum fannst að eitt væri meira en nóg. Nú, minni drengurinn hélt áfram að veslast upp á meðan sá stærri dafnaði. Og Friðsemd varð örvæntingarfyllri með hverjum deginum sem leið. Hún mátti ekki á sér heilli taka, hún vakti allar nætur yfir börnunum og varð stöðugt óró- legri. Og svo kom að því að Friðsemd hvarf. Eina nóttina lágu börnin í fleti hennar en Friðsemd var hvergi sjáanleg. – Hvar var hún? spurði Hannes. Konan yppti öxlum. – Hún var í burtu heila nótt og heilan dag. Þegar hún kom aftur var sjalið sem hún hafði yfir sér orðið gegnblaut Hvað merkir orðið sótt í þessu samhengi? Hvers vegna átti Frið- semd ekki að eignast barn utan hjónabands? „Hún mátti ekki á sér heilli taka.“ Hvað ætli þetta þýði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=