Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
13 GAGNVIRKNI Í KENNSLUSTOFUNNI Sem kennarar er á okkar ábyrgð að raddir allra nemenda fái að heyrast, ekki aðeins þeirra sem eru fljótir að rétta upp hönd eða eru snöggir til svars. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi sé meðvitaður um eigin hlutverk í kennslu- stofunni þegar kemur að umræðum og vangaveltum. Það er á okkar ábyrgð að allir taki eins mikinn þátt og hægt er. .Til að allir fái tækifæri að mynda sér eigin skoðanir á ólíkum spurningum er gott að leyfa nemendum að byrja á því að hugsa málið. Hægt er að skrifa hugleiðing- ar sínar í lestrardagbók eða á minnismiða áður en nemendum gefst færi á um- ræðum í pörum eða smærri hópum. Í umræðunum geta nemendur borið saman hugleiðingar sínar og tilgátur, sem aftur gerir þeim kleift að þróa og endurhugsa eigin vangaveltur. Næsta skref í þessu getur verið að tjá hugleiðingar sínar fyrir framan allan bekkinn. .Í bekkjarumræðum er mjög mikilvægt að allir fái tækifæri til að tjá sig. Það eru skilaboð til hópsins að hugleiðingar allra séu jafnmikilvægar. Ein leið til að deila tímanum jafnt á milli er að skrifa t.d. nöfn allra nemenda á spjöld og draga síðan spjald af handahófi. Með þessum hætti fá allir að tjá sig og verða þannig virkir þátttakendur í kennslustundinni. .Til að geta myndað gagnvirka og skapandi kennslustund er mikilvægt að nem- endur skilji að stundum er ekki um rétt eða rangt svar að ræða, að það megi „stela“ hugleiðingum annarra og að það sé í lagi að geta ekki svarað öllum spurn- ingum. Í slíkum tilfellum getur nemandinn prófað að orða það hvað hann heldur. Þannig er svarið „ég veit það ekki“ fyllilega gjaldgengt ef „en ég held að … “ fylgir í kjölfarið. .Með því að nota þetta vinnulag þjálfast nemendurnir í því að hlusta athuga- semdalaust hver á annan, án þess að dæma það sem sagt er sem rétt eða rangt. Þess í stað meðtaka nemendurnir það sem er sagt, velta því fyrir sér og flétta svo við eigin tengingar: • Ég er sammála/ósammála þessu sem þú varst að segja, vegna þess að … • Það sem þú varst að segja minnir mig á … • Ég myndi vilja bæta því við að … Þegar nemendur geta „fléttað við“ innlegg annarra í umræðunum virkjast þeir betur og meira rými skapast fyrir tjáningu þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=