Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
128 Arfurinn HEL FÆR SITT 88 HEL FÆR SITT Hún fór. Hún fór í alvörunni. Hann hefði getað sagt sér það sjálfur. Auðvitað var ekki hægt að stóla á Álfrúnu. Það var alveg rétt sem mamma sagði alltaf, að maður gat ekki stólað á neinn nema sjálfan sig. Allir aðrir bregðast manni. Hann hafði til dæmis haldið að hann ætti einn vin. Skrýtinn vin. Eldgamlan og einkennilegan sem var vond lykt af. En hann hafði samt haldið að Guðvarður væri vinur sinn. En svo kom í ljós að Guðvarður hafði bara ekki sagt Hannesi neitt um sjálfan sig. Og nú var Hannes kominn í þetta klandur og það var allt Guðvarði að kenna. Það var aldeilis vinur. Hannesi hafði aldrei liðið svona illa áður. Hann var aleinn og hann var búinn að missa af flugvélinni. Það voru brjálaðir morðingjar á eftir honum og það lá öskumistur yfir öllu landinu. Þeir einu sem voru í verri málum en hann var fólkið sem lá undir öllum grænu þúfunum í kirkjugarðinum. Hannes lét sig falla niður á eina þúfuna og gróf andlitið í höndum sér. Hvað átti hann eiginlega að gera? Hann fann að andardrátturinn varð stöðugt hraðari og fingurnir á honum voru orðnir ískaldir. Hann sveið í augun og vissi ekki hvort það var út af öskunni eða einhverju öðru. Hvað þýðir orðið „hel“? Það kemur fyrir í ýmsum formum, t.d. þegar við segjum „það var heljarinnar fjör á laugar- daginn“. Samt vísar það til helvítis. Sérstakt. Hvað finnst ykkur um þessi uppeldisráð mömmu hans? Er það rétt að „allir bregðist manni“ og þess vegna sé best að stóla bara á sjálfan sig? Er Hannes svo hræddur að hann er farinn að gráta?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=