Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

126 Arfurinn HEL FÆR SITT HEL FÆR SITT – 13. KAFLI Megintilgangur: Að nota tímalínu til að gera samantekt á atburðarásinni. FYRIR UPPLESTURINN • Umræða : Getur verið að Álfrún sé í alvöru farin? Hvernig gæti verkefni Hannesar þróast núna? Hvað hefðir þú gert til að leysa málin gagnvart Álf- rúnu – og koma í veg fyrir að hún færi? • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að gera samantekt á textanum . • Notaðu tímalínu til að taka saman mikilvægustu atburðina hingað til. • Spjallaðu um að núna séuð þið langt komin með söguna. Vandamálin hafa orðið flóknari og flóknari og brátt er komið að vendipunkti. Skrifaðu helstu atburði upp á töflu og ræðið þá. Notaðu tímalínu og skrifaðu atburðina í réttri tímaröð, sjá tillögu að tímalínu á bls. 170-171. • Endaðu á umræðu um spurninguna: Hver eru vandamálin einmitt núna? Hvað gæti hugsanlega gerst næst? Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Tengdu aftur við 1. kafla og spurninguna um Friðsemd, formóður Hannesar og Guðvarðar og hvernig hún gæti tengst atburðunum. Núna vitið þið svarið við spurningunni. Biddu nemendur um að fletta upp á 1. kafla í lestrardagbókinni og líta á eigin svör við spurningunni. • Umræða : Hvað hélstu þá og hvaða upplýsingar hefurðu núna fengið? • Spjallaðu um að nú hafið þið lesið áfram og fengið að vita söguna á bakvið Friðsemd. • Umræður : Ræddu með bekknum um söguna af Friðsemd og bókinni. • Fyrirsögn í lestrardagbók: 13. kafli – Hel fær sitt • Spurning : Sagan af Friðsemd og bókinni er svakaleg. Getur verið að Guð- varður hafi sótt bókina – til að freista þess að bjarga lífi einhvers? En lífi hvers? Tókst það eða tókst það ekki? Og hvers vegna skilaði hann aldrei bókinni? • Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa hana niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar setningar. • Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. Orð í texta: ómagar niðursetningar að verða þunguð að fálma að biðja einhverjum griða að fara á vit skapara sínum Að taka saman texta LESTRARDAGBÓK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=