Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

12 AÐ YFIRHEYRA HÖFUNDINN Til að skilja texta til fulls þarf lesandinn ekki aðeins að geta nýtt sér þær lestrar- aðferðir sem hér eru til umfjöllunar; hann þarf líka að nota gagnrýna hugsun og geta nálgast texta almennt á gagnrýninn hátt. Hægt er að nota yfrheyrsluaðferð- ina (Questioning the Author) (Beck ofl., 1997) til að þróa þessa færni. Aðferðin felst í textasamtali þar sem lesandinn setur fram spurningar til höfundarins og textans sem valdhafa. Með því að æfa sig í að orða spurningar til rithöfundarins og reyna að skilja for- sendur hans geta nemendurnir bætt lesskilning sinn. Spurningarnar geta snúist um tilganginn með frásögninni, atburðarásina eða þróun sögupersóna, til dæmis: • Ég velti því fyrir mér hvers vegna rithöfundurinn skrifaði þennan texta – hvað lá höfundinum á hjarta? • Hvers vegna ætli rithöfundurinn hafi látið þessa sögupersónu gera þetta? • Hvers vegna valdi rithöfundurinn að byrja eða enda frásögnina með þessum hætti? Spurningarnar geta einnig snúist um sjálft handverkið við ritunina: • Hvernig tókst höfundinum að gera þennan kafla svona spennandi – hvaða aðferðir notaði hann? • Hvað ætli hafi orðið til þess að rithöfundurinn notaði einmitt þetta orð? • Af hverju valdi höfundurinn að lýsa þessum atburðum einmitt svona? Tilgangurinn með slíkum spurningum er að vekja athygli lesandans á því að á bak við alla texta er að finna rithöfund (Reichenberg, 2008). Með því að beina sjónum sínum að hugsanagangi höfundarins á bak við textann fá nemendur einnig á tilfinninguna að þeir geti sjálfir skrifað; að einnig þeir séu rithöfundar. Með því að greina texta rithöfundarins og spyrja hann spurninga fræðast nem- endurnir um það hvernig þeir sjálfir geta skrifað og geta fengið innblástur til að láta reyna á eigin ritun. • Hefði rithöfundurinn getað gert þetta á annan hátt? Hvernig? • Hvernig hefði ég lýst því þegar … ? Að láta sér detta í hug spurningar til rithöfundarins getur verið gagnlegt fyrir og eftir lestur og á meðan honum stendur. Í kaflanum Leiðbeiningar er að finna dæmi um spurningar af þessu tagi. Taktu vel eftir því að þessi aðferð snýst í raun ekki um að komast að því hvernig rithöfundurinn hugsaði hlutina heldur virkja þankagang sem gerir lesandann enn gagnrýnni en áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=