Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn RIFRILDIÐ 119 RIFRILDIÐ – 12. KAFLI Megintilgangur: Að túlka og draga ályktanir út frá vísbendingum í texta og eigin reynslu. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman atburðarás síðasta kafla. Í síðasta kafla fengum við að vita alla forsögu Hannesar og Álfrúnar. Þau hafa farið saman í gegnum flókna reynslu, fyrst að vera stjúpsystkini og svo að upplifa að stjúpfjölskyldan losnaði mjög skyndilega í sundur. Við fengum líka að vita að ekki er hægt að kveikja í bókinni, líklega verður að gera það 21. júní. Umhverfið í kringum þau er lævi blandið með eldgosum og brenni- steinsfnyk. • Lestu kaflaheitið „Rifrildið“ og ræðið: Hvað haldið þið að gerist í þessum kafla? Kannski hringir mamma Hannesar og er búin að komast að öllu? Eða kannski blossa upp gömul særindi á milli Hannesar og Álfrúnar?. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Fyrirsögn í lestrardagbók: 12. kafli – Rifrildið Lestu eftirfarandi setningar og varpaðu fram spurningunni: Hvers vegna getur reynst flókið að halda tengslum við „fyrrverandi“ stjúpsystkini sín? „Þú nenntir aldrei að eiga lítinn bróður á meðan við vorum í fjölskyldunni og þú nenntir því sko enn minna þegar ég var bara orðinn fyrrverandi bróðir! Mamma sagði alltaf að ykkur hefði öllum staðið á sama um okkur og það var rétt hjá henni!“ Í stjúpfjölskyldum geta komið upp alls kyns flækjur sem byggja á því að sumir í fjölskyldunni eru blóðskyldir en aðrir ekki. Þegar átök koma upp er algengt að fólk sem elskar hvert annað „gleymi“ því í smástund. • Skrifaðu spurninguna á töfluna og biddu nemendur um að svara henni skriflega í lestrardagbókina, hvert fyrir sig. • Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Við lestur á texta er auðveldara að skilja atburðarásina ef lesandinn rifjar sjálfur upp að hafa upplifað, séð, heyrt eða lesið eitthvað svipað. Stundum getur lesandinn líka skilið hlutina með því að uppgötva vísbendingar sem höfundurinn hefur komið fyrir í textanum og draga ályktanir út frá þeim. Orð í texta: rumdi – að rymja beið átekta Að draga ályktanir LESTRARDAGBÓK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=