Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn SKILNAÐURINN 117 Þetta er forvitnilegt orð, hver veit hvað smurbók er? Hvernig líður Hannesi? 80 að eldurinn læsti sig um hana alla. Maður þarf að stilla bókinni upp á alveg sérstakan hátt til að þetta gangi. Hannes var búinn að horfa á myndböndin. Hann kunni að brenna bók. Álfrún kunni að fara með eld. Þetta hefði átt að vera lítið mál. Hefði átt. – Það er eins og kveikivökvinn bara … festist ekki við hana, sagði Álfrún ergileg. – Kannski getum við bleytt eitthvað annað í vökvanum og kveikt svo í því? spurði Hannes. Ef við náum að koma upp dálítið góðum loga í einhverjum pappír eða einhverju, þá ætti sá eldur að berast í bókina? En það skipti engu máli hvað þau gerðu. Það kviknaði bara alls ekki í bókinni. Það eina sem þeim tókst að brenna var smurbók grænu druslunnar. –Andskotinn, tautaði Álfrún. Þetta á ekki að vera svona. Þetta passar bara ekki. – Þessi bók er ekki eins og venjulegir hlutir, sagði Hannes. Hann fann það djúpt í brjóstinu að þessi bók myndi bara brenna á Snæfellsnesi á sumarsólstöðum eins og Guðvarður hafði sagt fyrir um. Hann sparkaði í stóran stein og leit til himins. Það var komið kvöld og flugvélin hans átti að fara eftir tólf klukkutíma. Hann yrði ekki um borð. Það er auðvelt að brenna bækur en af hverju gengur þetta ekki upp hjá þeim?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=